„Þetta var klaufalegt“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 24. nóvember 2022 21:08 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með strákana sína í kvöld sem að þurftu að sætta sig við tap á móti sterku liði ÍBV. „Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“ Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“
Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32