Allir sjái að mikið sé undir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2022 11:32 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. Katrín boðaði Halldór Benjamín ásamt fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á fund sinn í dag. Þar var staðan í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til umræðu. Staðan í viðræðunum hefur verið metin þung eftir ákvörðun Seðlabankans í gær um að hækka stýrivexti, sem virðist hafa sett viðræðurnar í uppnám. „Forsætisráðherra fór yfir stöðuna eins og hún blasir við ráðuneytinu. Svona opnaði á mögulegar aðgerðir sem ríkistjórnin gæti komið með til þess að liðka fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði,“ sagði Halldór Benjamín að loknum fundi, aðspurður um hvað hafi þar komið fram. Klippa: Jákvætt skref stigið í morgun Hann segir að í gær hafi vatnaskil orðið í kjaraviðræðunum. „Í gær urðu vatnaskil í þessum viðræðum. Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin kaus að snúa bökum saman. Ég lít á þennan fund og þessa boðun hérna í morgun með þeim hætti að forsætisráðherra sé í raun bara að segja: Við stöndum með ykkur, við kjósum að þið reynið að leysa úr þessum vandamálum og reynið að landa skammtímakjarasamningi eins fljótt og auðið er,“ sagði Halldór Benjamín. Markmið dagsins skýrt Hann segir markmið dagsins að halda kjaraviðræðunum áfram, eftir ágætan fund með forsætisráðherra og öðrum aðilum vinnumarkaðarins í morgun, þar sem var að mati Halldórs Benjamín stigið jákvætt skref. „Markmið dagsins er alveg skýrt og við komum ágætlega nestuð eftir þennan fund með forsætisráðherra. Markmiðið er að halda áfram að vinna að gerð kjarasamnings og koma þessum viðræðum aftur á þá teina sem þær voru komnar á áður en að peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um þessa misráðnu ákvörðun sína,“ sagði Halldór Benjamín. Hann vildi þó ekki segja til um hvort að dagurinn í dag væri einhvers konar úrslitadagur í viðræðunum. „Manni er kennt í grunnskóla að setja aldrei pressu á sjálfan sig að óþörfu. Ég held að það sjái það allir að hér er mikið undir en ég skynja ekki annað en að það sé vilji beggja vegna borðs að reyna að komast að niðurstöðu. Við skulum allavega sjá og spyrja okkur í dagslok hvernig það hefur gengið,“ sagði Halldór Benjamín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í morgun.Vísir/Vilhelm Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á skammtímasamning í viðræðunum hingað til og reiknaði Halldór Benjamín ekki með að breyting yrði á því í dag. „Við erum svo sem ennþá með alla valmöguleika á borðinu en svona í ljósi þeirrar óvissu sem hefur komið. Í ljósi þeirrar verðbólgu og óvissu vegna ytri aðstæðna þá hefur já, verið mikil áhersla lögð á skammtímasamning og ég geri ráð fyrir því að við munum ræða það betur inn í daginn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Við þurfum aðeins að vakna,“ segir fjármálaráðherra sem styður Seðlabankann Seðlabankastjóri svaraði fast fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá aðilum vinnumarkaðarins vegna hækkunar vaxta á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun og sagði að það skipti ekki neinu „að lemja á“ Seðlabankanum fyrir að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann styddi ákvörðun Seðlabankans. „Raunverulega vandamálið“ sagði hann vera vinnumarkaðinn og benti á að það væri enginn samhljómur í kröfugerð helstu stéttarfélaganna. 24. nóvember 2022 11:16 Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02 Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54 Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Katrín boðaði Halldór Benjamín ásamt fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á fund sinn í dag. Þar var staðan í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til umræðu. Staðan í viðræðunum hefur verið metin þung eftir ákvörðun Seðlabankans í gær um að hækka stýrivexti, sem virðist hafa sett viðræðurnar í uppnám. „Forsætisráðherra fór yfir stöðuna eins og hún blasir við ráðuneytinu. Svona opnaði á mögulegar aðgerðir sem ríkistjórnin gæti komið með til þess að liðka fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði,“ sagði Halldór Benjamín að loknum fundi, aðspurður um hvað hafi þar komið fram. Klippa: Jákvætt skref stigið í morgun Hann segir að í gær hafi vatnaskil orðið í kjaraviðræðunum. „Í gær urðu vatnaskil í þessum viðræðum. Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin kaus að snúa bökum saman. Ég lít á þennan fund og þessa boðun hérna í morgun með þeim hætti að forsætisráðherra sé í raun bara að segja: Við stöndum með ykkur, við kjósum að þið reynið að leysa úr þessum vandamálum og reynið að landa skammtímakjarasamningi eins fljótt og auðið er,“ sagði Halldór Benjamín. Markmið dagsins skýrt Hann segir markmið dagsins að halda kjaraviðræðunum áfram, eftir ágætan fund með forsætisráðherra og öðrum aðilum vinnumarkaðarins í morgun, þar sem var að mati Halldórs Benjamín stigið jákvætt skref. „Markmið dagsins er alveg skýrt og við komum ágætlega nestuð eftir þennan fund með forsætisráðherra. Markmiðið er að halda áfram að vinna að gerð kjarasamnings og koma þessum viðræðum aftur á þá teina sem þær voru komnar á áður en að peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um þessa misráðnu ákvörðun sína,“ sagði Halldór Benjamín. Hann vildi þó ekki segja til um hvort að dagurinn í dag væri einhvers konar úrslitadagur í viðræðunum. „Manni er kennt í grunnskóla að setja aldrei pressu á sjálfan sig að óþörfu. Ég held að það sjái það allir að hér er mikið undir en ég skynja ekki annað en að það sé vilji beggja vegna borðs að reyna að komast að niðurstöðu. Við skulum allavega sjá og spyrja okkur í dagslok hvernig það hefur gengið,“ sagði Halldór Benjamín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í morgun.Vísir/Vilhelm Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á skammtímasamning í viðræðunum hingað til og reiknaði Halldór Benjamín ekki með að breyting yrði á því í dag. „Við erum svo sem ennþá með alla valmöguleika á borðinu en svona í ljósi þeirrar óvissu sem hefur komið. Í ljósi þeirrar verðbólgu og óvissu vegna ytri aðstæðna þá hefur já, verið mikil áhersla lögð á skammtímasamning og ég geri ráð fyrir því að við munum ræða það betur inn í daginn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Við þurfum aðeins að vakna,“ segir fjármálaráðherra sem styður Seðlabankann Seðlabankastjóri svaraði fast fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá aðilum vinnumarkaðarins vegna hækkunar vaxta á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun og sagði að það skipti ekki neinu „að lemja á“ Seðlabankanum fyrir að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann styddi ákvörðun Seðlabankans. „Raunverulega vandamálið“ sagði hann vera vinnumarkaðinn og benti á að það væri enginn samhljómur í kröfugerð helstu stéttarfélaganna. 24. nóvember 2022 11:16 Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02 Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54 Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Við þurfum aðeins að vakna,“ segir fjármálaráðherra sem styður Seðlabankann Seðlabankastjóri svaraði fast fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá aðilum vinnumarkaðarins vegna hækkunar vaxta á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun og sagði að það skipti ekki neinu „að lemja á“ Seðlabankanum fyrir að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann styddi ákvörðun Seðlabankans. „Raunverulega vandamálið“ sagði hann vera vinnumarkaðinn og benti á að það væri enginn samhljómur í kröfugerð helstu stéttarfélaganna. 24. nóvember 2022 11:16
Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02
Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54
Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07