„Algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 11:01 Þórir Hergeirsson gerði Noreg að Evrópumeisturum í fimmta sinn um helgina. epa/ANTONIO BAT Öllum sem fylgdust EM í handbolta kvenna mátti ljóst vera að norska landsliðið er afar sterkt á svellinu, bæði andlega og líkamlega, og sérstaklega þegar líða tekur á leiki. Það sást bersýnilega í undanúrslita- og úrslitaleiknum. Noregur var einu marki yfir í hálfleik gegn Frakklandi í undanúrslitunum, 12-11, en vann seinni hálfleikinn, 16-9, og leikinn, 28-20. Í úrslitaleiknum gegn Danmörku var Noregur undir lengst af en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann á endanum tveggja marka sigur, 25-27. Norðmenn töpuðu fyrir Dönum, 29-31, í lokaleik sínum í milliriðlinum en það kom ekki fyrir aftur. „Ég er svolítið þannig samansettur að ég hef litlar áhyggjur af hlutum. Ég reyni að einblína á að það sem maður nær að gera sjálfur. Við spiluðum ekki góðan leik gegn Dönum í milliriðli. Við vorum í vandræðum í vörninni og náðum ekki markvörðunum okkar með heldur. Við skoruðum nóg af mörkum og það var allt í lagi,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Við kíktum vel á þann leik fyrir úrslitaleikinn og tókum fyrir 2-3 atriði sem okkur fannst við ekki vera að gera nógu vel. Við bættum það og það virkaði allt í úrslitaleiknum og var aðalgrunnurinn að því að við unnum þann leik. Það var ekkert gefið. Danirnir eru með hörkulið og verið í rosa sókn síðustu árin. Þetta lið þeirra hefur spilað saman á mörgum mótum á síðustu árum og alltaf tekið ný skref.“ Sem fyrr voru Danir með frumkvæðið lengi vel í úrslitaleiknum en um miðjan seinni hálfleik sneru Norðmenn dæminu sér í vil. „Vörnin og markvarslan voru heilt yfir mjög góð. Sóknin var slök í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrsta korterið. Það var stress í þessu og við strönduðum á þessari mjög líkamlega sterku vörn þeirra. Við komumst ekki í nógu góð færi,“ sagði Þórir. „Í seinni hálfleik fannst mér við spila mjög vel í sókninni og komumst í mörg góð færi í byrjun. Þetta var meira spurning um skotnýtingu. Við klikkuðum á góðum færum.“ Þórir segir að reynsla norska liðsins, og sérstaklega í leikjum gegn Danmörku, hafi vegið þungt í úrslitaleiknum. „Mér fannst við vera með þetta. Það var bara spurning hvenær þetta myndi tikka inn. Þegar við fórum að nýta færin jöfnuðum við þetta,“ sagði Þórir. „Mér fannst þær verða hræddar, fóru varlega og voru orðnar líkamlega þreyttar og kannski sálarlega líka. Við höfum snúið mörgum leikjum gegn þeim síðustu árin. Verið undir en yfirleitt náð að snúa leikjunum okkur í vil. Þannig allir höfðu trú á þessu allan tímann.“ Þórir segir að Norðmenn leggi mikla áherslu á líkamlegt atgervi og að leikmenn beri sjálfir stærsta ábyrgð á því að vera í góðu formi. „Við viljum að leikmenn séu færir til að spila 8-9 leiki á stórmótum. Handboltinn er orðinn geysilega líkamlegur. Þetta eru endurteknar árásir í vörn og sókn og mikill hraði þannig að það er algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið,“ sagði Þórir. „Sú krafa er á öllum og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að kenna ungum leikmönnum að sjá um sig sjálfar og vera í góðu formi allt árið. Það er fyrst og fremst á þeirra ábyrgð og svo fá þeir hjálp við það frá fagfólki sem kann þetta.“ EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Það sást bersýnilega í undanúrslita- og úrslitaleiknum. Noregur var einu marki yfir í hálfleik gegn Frakklandi í undanúrslitunum, 12-11, en vann seinni hálfleikinn, 16-9, og leikinn, 28-20. Í úrslitaleiknum gegn Danmörku var Noregur undir lengst af en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann á endanum tveggja marka sigur, 25-27. Norðmenn töpuðu fyrir Dönum, 29-31, í lokaleik sínum í milliriðlinum en það kom ekki fyrir aftur. „Ég er svolítið þannig samansettur að ég hef litlar áhyggjur af hlutum. Ég reyni að einblína á að það sem maður nær að gera sjálfur. Við spiluðum ekki góðan leik gegn Dönum í milliriðli. Við vorum í vandræðum í vörninni og náðum ekki markvörðunum okkar með heldur. Við skoruðum nóg af mörkum og það var allt í lagi,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Við kíktum vel á þann leik fyrir úrslitaleikinn og tókum fyrir 2-3 atriði sem okkur fannst við ekki vera að gera nógu vel. Við bættum það og það virkaði allt í úrslitaleiknum og var aðalgrunnurinn að því að við unnum þann leik. Það var ekkert gefið. Danirnir eru með hörkulið og verið í rosa sókn síðustu árin. Þetta lið þeirra hefur spilað saman á mörgum mótum á síðustu árum og alltaf tekið ný skref.“ Sem fyrr voru Danir með frumkvæðið lengi vel í úrslitaleiknum en um miðjan seinni hálfleik sneru Norðmenn dæminu sér í vil. „Vörnin og markvarslan voru heilt yfir mjög góð. Sóknin var slök í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrsta korterið. Það var stress í þessu og við strönduðum á þessari mjög líkamlega sterku vörn þeirra. Við komumst ekki í nógu góð færi,“ sagði Þórir. „Í seinni hálfleik fannst mér við spila mjög vel í sókninni og komumst í mörg góð færi í byrjun. Þetta var meira spurning um skotnýtingu. Við klikkuðum á góðum færum.“ Þórir segir að reynsla norska liðsins, og sérstaklega í leikjum gegn Danmörku, hafi vegið þungt í úrslitaleiknum. „Mér fannst við vera með þetta. Það var bara spurning hvenær þetta myndi tikka inn. Þegar við fórum að nýta færin jöfnuðum við þetta,“ sagði Þórir. „Mér fannst þær verða hræddar, fóru varlega og voru orðnar líkamlega þreyttar og kannski sálarlega líka. Við höfum snúið mörgum leikjum gegn þeim síðustu árin. Verið undir en yfirleitt náð að snúa leikjunum okkur í vil. Þannig allir höfðu trú á þessu allan tímann.“ Þórir segir að Norðmenn leggi mikla áherslu á líkamlegt atgervi og að leikmenn beri sjálfir stærsta ábyrgð á því að vera í góðu formi. „Við viljum að leikmenn séu færir til að spila 8-9 leiki á stórmótum. Handboltinn er orðinn geysilega líkamlegur. Þetta eru endurteknar árásir í vörn og sókn og mikill hraði þannig að það er algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið,“ sagði Þórir. „Sú krafa er á öllum og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að kenna ungum leikmönnum að sjá um sig sjálfar og vera í góðu formi allt árið. Það er fyrst og fremst á þeirra ábyrgð og svo fá þeir hjálp við það frá fagfólki sem kann þetta.“
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira