„Algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 11:01 Þórir Hergeirsson gerði Noreg að Evrópumeisturum í fimmta sinn um helgina. epa/ANTONIO BAT Öllum sem fylgdust EM í handbolta kvenna mátti ljóst vera að norska landsliðið er afar sterkt á svellinu, bæði andlega og líkamlega, og sérstaklega þegar líða tekur á leiki. Það sást bersýnilega í undanúrslita- og úrslitaleiknum. Noregur var einu marki yfir í hálfleik gegn Frakklandi í undanúrslitunum, 12-11, en vann seinni hálfleikinn, 16-9, og leikinn, 28-20. Í úrslitaleiknum gegn Danmörku var Noregur undir lengst af en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann á endanum tveggja marka sigur, 25-27. Norðmenn töpuðu fyrir Dönum, 29-31, í lokaleik sínum í milliriðlinum en það kom ekki fyrir aftur. „Ég er svolítið þannig samansettur að ég hef litlar áhyggjur af hlutum. Ég reyni að einblína á að það sem maður nær að gera sjálfur. Við spiluðum ekki góðan leik gegn Dönum í milliriðli. Við vorum í vandræðum í vörninni og náðum ekki markvörðunum okkar með heldur. Við skoruðum nóg af mörkum og það var allt í lagi,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Við kíktum vel á þann leik fyrir úrslitaleikinn og tókum fyrir 2-3 atriði sem okkur fannst við ekki vera að gera nógu vel. Við bættum það og það virkaði allt í úrslitaleiknum og var aðalgrunnurinn að því að við unnum þann leik. Það var ekkert gefið. Danirnir eru með hörkulið og verið í rosa sókn síðustu árin. Þetta lið þeirra hefur spilað saman á mörgum mótum á síðustu árum og alltaf tekið ný skref.“ Sem fyrr voru Danir með frumkvæðið lengi vel í úrslitaleiknum en um miðjan seinni hálfleik sneru Norðmenn dæminu sér í vil. „Vörnin og markvarslan voru heilt yfir mjög góð. Sóknin var slök í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrsta korterið. Það var stress í þessu og við strönduðum á þessari mjög líkamlega sterku vörn þeirra. Við komumst ekki í nógu góð færi,“ sagði Þórir. „Í seinni hálfleik fannst mér við spila mjög vel í sókninni og komumst í mörg góð færi í byrjun. Þetta var meira spurning um skotnýtingu. Við klikkuðum á góðum færum.“ Þórir segir að reynsla norska liðsins, og sérstaklega í leikjum gegn Danmörku, hafi vegið þungt í úrslitaleiknum. „Mér fannst við vera með þetta. Það var bara spurning hvenær þetta myndi tikka inn. Þegar við fórum að nýta færin jöfnuðum við þetta,“ sagði Þórir. „Mér fannst þær verða hræddar, fóru varlega og voru orðnar líkamlega þreyttar og kannski sálarlega líka. Við höfum snúið mörgum leikjum gegn þeim síðustu árin. Verið undir en yfirleitt náð að snúa leikjunum okkur í vil. Þannig allir höfðu trú á þessu allan tímann.“ Þórir segir að Norðmenn leggi mikla áherslu á líkamlegt atgervi og að leikmenn beri sjálfir stærsta ábyrgð á því að vera í góðu formi. „Við viljum að leikmenn séu færir til að spila 8-9 leiki á stórmótum. Handboltinn er orðinn geysilega líkamlegur. Þetta eru endurteknar árásir í vörn og sókn og mikill hraði þannig að það er algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið,“ sagði Þórir. „Sú krafa er á öllum og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að kenna ungum leikmönnum að sjá um sig sjálfar og vera í góðu formi allt árið. Það er fyrst og fremst á þeirra ábyrgð og svo fá þeir hjálp við það frá fagfólki sem kann þetta.“ EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Það sást bersýnilega í undanúrslita- og úrslitaleiknum. Noregur var einu marki yfir í hálfleik gegn Frakklandi í undanúrslitunum, 12-11, en vann seinni hálfleikinn, 16-9, og leikinn, 28-20. Í úrslitaleiknum gegn Danmörku var Noregur undir lengst af en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann á endanum tveggja marka sigur, 25-27. Norðmenn töpuðu fyrir Dönum, 29-31, í lokaleik sínum í milliriðlinum en það kom ekki fyrir aftur. „Ég er svolítið þannig samansettur að ég hef litlar áhyggjur af hlutum. Ég reyni að einblína á að það sem maður nær að gera sjálfur. Við spiluðum ekki góðan leik gegn Dönum í milliriðli. Við vorum í vandræðum í vörninni og náðum ekki markvörðunum okkar með heldur. Við skoruðum nóg af mörkum og það var allt í lagi,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Við kíktum vel á þann leik fyrir úrslitaleikinn og tókum fyrir 2-3 atriði sem okkur fannst við ekki vera að gera nógu vel. Við bættum það og það virkaði allt í úrslitaleiknum og var aðalgrunnurinn að því að við unnum þann leik. Það var ekkert gefið. Danirnir eru með hörkulið og verið í rosa sókn síðustu árin. Þetta lið þeirra hefur spilað saman á mörgum mótum á síðustu árum og alltaf tekið ný skref.“ Sem fyrr voru Danir með frumkvæðið lengi vel í úrslitaleiknum en um miðjan seinni hálfleik sneru Norðmenn dæminu sér í vil. „Vörnin og markvarslan voru heilt yfir mjög góð. Sóknin var slök í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrsta korterið. Það var stress í þessu og við strönduðum á þessari mjög líkamlega sterku vörn þeirra. Við komumst ekki í nógu góð færi,“ sagði Þórir. „Í seinni hálfleik fannst mér við spila mjög vel í sókninni og komumst í mörg góð færi í byrjun. Þetta var meira spurning um skotnýtingu. Við klikkuðum á góðum færum.“ Þórir segir að reynsla norska liðsins, og sérstaklega í leikjum gegn Danmörku, hafi vegið þungt í úrslitaleiknum. „Mér fannst við vera með þetta. Það var bara spurning hvenær þetta myndi tikka inn. Þegar við fórum að nýta færin jöfnuðum við þetta,“ sagði Þórir. „Mér fannst þær verða hræddar, fóru varlega og voru orðnar líkamlega þreyttar og kannski sálarlega líka. Við höfum snúið mörgum leikjum gegn þeim síðustu árin. Verið undir en yfirleitt náð að snúa leikjunum okkur í vil. Þannig allir höfðu trú á þessu allan tímann.“ Þórir segir að Norðmenn leggi mikla áherslu á líkamlegt atgervi og að leikmenn beri sjálfir stærsta ábyrgð á því að vera í góðu formi. „Við viljum að leikmenn séu færir til að spila 8-9 leiki á stórmótum. Handboltinn er orðinn geysilega líkamlegur. Þetta eru endurteknar árásir í vörn og sókn og mikill hraði þannig að það er algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið,“ sagði Þórir. „Sú krafa er á öllum og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að kenna ungum leikmönnum að sjá um sig sjálfar og vera í góðu formi allt árið. Það er fyrst og fremst á þeirra ábyrgð og svo fá þeir hjálp við það frá fagfólki sem kann þetta.“
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira