Lífið

Hjónin Úlfur og Annska halda utan um heljarinnar dúkkusafn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt dúkkusafn.
Einstaklega fallegt dúkkusafn.

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur eru á dagskrá á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í þættinum í gær var fjallað um safnara sem sanka að sér ótrúlegustu hlutum. Þar var meðal annars rætt við Úlf Þór Úlfarsson Önnsku Arndal en þau halda utan um mikið dúkkusafn sem móðir Úlfs safnaði á sínum tíma. 

Sem barn mátti Úlfur aldrei sjá dúkkurnar en hann ólst upp við það að vinkonur móður hans væri oft saman inni í stofu að taka dúkkurnar upp úr kassa og skoða þær, en aldrei mátti hann koma nálægt þeim. Þau hjónin standa í dag fyrir safni með dúkkum og allt sem kemur nálægt dúkkum í fallegu húsi á Ísafirði.

En Úlfur fékk sjálfur söfnunaráráttuna frá móður sinni en hann safnar sjálfur hljóðfærum eins og sjá má í brotinu hér að neðan.

Klippa: Hjónin Úlfur og Annska halda utan um heljarinnar dúkkusafn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.