Reiði, sorg og tómleiki: „Af hverju komst þú ekki og talaðir við mig?“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2022 13:10 Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, hefur bæði misst föður sinn og stjúpföður á innan við einu ári. vísir/vilhelm Hann hefur verið útvarpsmaður í tuttugu ár, er einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins, er veislustjóri og plötusnúður, elskar að vera pabbi og kemur alltaf til dyranna eins og hann er klæddur. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, er gestur Einkalífsins í þessari viku. Síðustu tólf mánuðir tæplega í lífi Rikka hafa heldur betur verið sveiflukenndir en fyrir tæplega ári féll mjög náinn stjúpfaðir hans frá eftir skammvinna baráttu við krabbamein og fyrir tveimur mánuðum missti hann föður sinn. „Þetta sat lengi í mér og ég er varla búinn að syrgja hann þegar annað áfall dynur yfir. Hann var bráðkvaddur. Pabbi var minn mesti stuðningsmaður þegar kom að íþróttalýsingum og hann kom með mér á mjög marga leiki og sérstaklega þegar við vorum að taka þessi roadtrip þegar maður er að fara á Sauðárkrók eða til Vestmannaeyja. Ég átti að fara lýsa FH-Valur í handboltanum og hann ætlaði að koma með mér á leikinn. Ég fæ símtal frá ömmu minn og pabbi var hjá henni. Það fyrsta sem hún segir við mig, ég get ekki vakið pabba þinn. Hann vaknar ekki. Ég hugsa fyrst, núna er gamla eitthvað farin að kalka. Ég fer til þeirra og pabbi er bara farinn,“ segir Rikki og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ríkharð Óskar Guðnason „Þarna var ég nýbúinn að spila minn besta golfhring og kominn loksins undir fimm í forgjöf. Það var stutt í utanlandsferð hjá mér og ég var að fara lýsa FH-Val í handboltanum. Lífið lék einhvern veginn alveg við mig. En svo bara allt í einu er það orðið alveg hræðilegt,“ segir Ríkharð. Hann segist hafa alist upp við mikinn alkóhólisma og það hafi tekið sinn toll. „Faðir minn var fangi í fíkn. Þegar pabbi minn byrjaði að drekka má segja að hann hafi fengið lífstíðardóm. Hann barðist við það allt sitt líf. Okkar samband byrjar í raun ekki fyrr en þegar Svandís dóttir okkar fæðist. Þá næ ég að koma honum í góða meðferð. Þá var hann búinn að fara nokkrum sinnum í meðferðir en það gekk aldrei. Þetta er maður sem hjálpaði alltaf öðrum, í staðinn fyrir að einbeita sér að sér sjálfum þá var hann alltaf að hugsa um aðra. 2014 loksins vaknar hann og breytir lífinu algjörlega og úr verður alveg nýr maður. Hann fer að læra dans, fer að taka tíu kílómetra göngutúra og það fer að ganga vel í vinnunni. Þá kynnist ég pabba og við verðum bestu vinir.“ Hvað ef? Hann segir að faðir sinn hafi byrjað að missa heilsuna í byrjun ársins og fer að hætta að geta farið að dansa og getur ekki lengur farið út að labba. „Þetta varð honum ofviða og hann byrjaði að leita aftur í flöskuna. Ég held að það hafi orðið honum um megn og ég held að nóttina áður en hann deyr hafi hann tekið kannski aðeins of mikið á því. Sem varð til þess að kerfið, sem var orðið slappt fyrir, hafi ekki þolað þetta. Ég er búinn að ganga í gegnum allan tilfinningaskalann. Ég vissi ekki af þessu og auðvitað hugsar maður núna, af hverju komst þú ekki og talaðir við mig? Ég dæmdi hann aldrei og alltaf litið á þetta sem sjúkdóm og aldrei litið á þetta sem einhvern veikleika. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að komast í gegnum og reyna sigrast á. Af hverju gast þú ekki komið og sagt mér frá, að þú værir farinn að leita í þetta aftur. Ég fann fyrir reiði, sorg og tómleika. Svo koma allar spurningarnar, hvað ef? Ef hann hefði ekki orðið svona slappur, hefði hann þá leitað í þetta, ef hann hefði komið til mín og ekki falið þetta fyrir mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Rikki einnig um árin í útvarpinu, lýsingar hans í kappleikjum, samband sitt við eiginkonu sína, hvernig hann elskar föðurhlutverkið, vonina um að eignast annað barn, sjónvarpsþætti hans á Stöð 2, plötusnúðahlutverkið og veislustjórn og margt margt fleira. Einkalífið Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Síðustu tólf mánuðir tæplega í lífi Rikka hafa heldur betur verið sveiflukenndir en fyrir tæplega ári féll mjög náinn stjúpfaðir hans frá eftir skammvinna baráttu við krabbamein og fyrir tveimur mánuðum missti hann föður sinn. „Þetta sat lengi í mér og ég er varla búinn að syrgja hann þegar annað áfall dynur yfir. Hann var bráðkvaddur. Pabbi var minn mesti stuðningsmaður þegar kom að íþróttalýsingum og hann kom með mér á mjög marga leiki og sérstaklega þegar við vorum að taka þessi roadtrip þegar maður er að fara á Sauðárkrók eða til Vestmannaeyja. Ég átti að fara lýsa FH-Valur í handboltanum og hann ætlaði að koma með mér á leikinn. Ég fæ símtal frá ömmu minn og pabbi var hjá henni. Það fyrsta sem hún segir við mig, ég get ekki vakið pabba þinn. Hann vaknar ekki. Ég hugsa fyrst, núna er gamla eitthvað farin að kalka. Ég fer til þeirra og pabbi er bara farinn,“ segir Rikki og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ríkharð Óskar Guðnason „Þarna var ég nýbúinn að spila minn besta golfhring og kominn loksins undir fimm í forgjöf. Það var stutt í utanlandsferð hjá mér og ég var að fara lýsa FH-Val í handboltanum. Lífið lék einhvern veginn alveg við mig. En svo bara allt í einu er það orðið alveg hræðilegt,“ segir Ríkharð. Hann segist hafa alist upp við mikinn alkóhólisma og það hafi tekið sinn toll. „Faðir minn var fangi í fíkn. Þegar pabbi minn byrjaði að drekka má segja að hann hafi fengið lífstíðardóm. Hann barðist við það allt sitt líf. Okkar samband byrjar í raun ekki fyrr en þegar Svandís dóttir okkar fæðist. Þá næ ég að koma honum í góða meðferð. Þá var hann búinn að fara nokkrum sinnum í meðferðir en það gekk aldrei. Þetta er maður sem hjálpaði alltaf öðrum, í staðinn fyrir að einbeita sér að sér sjálfum þá var hann alltaf að hugsa um aðra. 2014 loksins vaknar hann og breytir lífinu algjörlega og úr verður alveg nýr maður. Hann fer að læra dans, fer að taka tíu kílómetra göngutúra og það fer að ganga vel í vinnunni. Þá kynnist ég pabba og við verðum bestu vinir.“ Hvað ef? Hann segir að faðir sinn hafi byrjað að missa heilsuna í byrjun ársins og fer að hætta að geta farið að dansa og getur ekki lengur farið út að labba. „Þetta varð honum ofviða og hann byrjaði að leita aftur í flöskuna. Ég held að það hafi orðið honum um megn og ég held að nóttina áður en hann deyr hafi hann tekið kannski aðeins of mikið á því. Sem varð til þess að kerfið, sem var orðið slappt fyrir, hafi ekki þolað þetta. Ég er búinn að ganga í gegnum allan tilfinningaskalann. Ég vissi ekki af þessu og auðvitað hugsar maður núna, af hverju komst þú ekki og talaðir við mig? Ég dæmdi hann aldrei og alltaf litið á þetta sem sjúkdóm og aldrei litið á þetta sem einhvern veikleika. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að komast í gegnum og reyna sigrast á. Af hverju gast þú ekki komið og sagt mér frá, að þú værir farinn að leita í þetta aftur. Ég fann fyrir reiði, sorg og tómleika. Svo koma allar spurningarnar, hvað ef? Ef hann hefði ekki orðið svona slappur, hefði hann þá leitað í þetta, ef hann hefði komið til mín og ekki falið þetta fyrir mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Rikki einnig um árin í útvarpinu, lýsingar hans í kappleikjum, samband sitt við eiginkonu sína, hvernig hann elskar föðurhlutverkið, vonina um að eignast annað barn, sjónvarpsþætti hans á Stöð 2, plötusnúðahlutverkið og veislustjórn og margt margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira