Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2022 11:51 Síðast liðna átján mánuði hefur Seðlabankinn hækkað meginvexti sína tíu sinnum úr 0,75 prósentum í 6 prósent í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. Meginvextir Seðlabankans eru nú komnir í sex prósent. Eftir snarpar vaxtalækkanir Seðlabankans frá mars 2019 fram í mars 2021 þegar þeir voru komnir niður í 0,75 prósent tóku vextirnir að hækka á ný í maí í fyrra. Þá hafði verðbólga hækkað úr 2,1 prósenti í 4,6 prósent. Verðbólga náði síðan hámarki í október síðast liðnum þegar hún mældist rétt tæplega tíu prósent og í þessum mánuði mælist hún enn 9,4 prósent. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa því enn ekki náð að keyra niður verðbólguna síðustu átján mánuði. Ásgeir Jónsson segir Íslendiniga hafa notið mikils kaupmáttar og stöðugleika undanfarin misseri en nú sé hætta á að farið verði í kunnuglegt far víxlverkana launa og verðlags.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanirnar að undanförnu ekki vera að virka nógu vel á neyslu fólks því einkaneysla hafi aukist um 13 prósent á þessu ári. „En það sem við sjáum hins vegar er að það er að hægja áhagkerfinu. Verðbólga virðist hafa náð hámarki, uppsveiflan hafi náð hámarki. Þetta sé að fara að hníga. Þetta er á réttri leið. En það eru ansi mikil umsvif í gangi enn þá. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 9,4 prósent á þessu ári og um sex prósent á því næsta sem er töluvert frá markmiði bankans um 2,5 prósenta verðbólgu. Það muni taka lengri tíma en áður var áætlað að ná markmiðinu. Kjaraviðræður standa nú yfir og Seðlabankinn hefur ekki farið í grafgötur með að miklu máli skipti um hvað verði samið og ítrekar það nú. Ef verkalýðsfélögin ætli að sækja launahækkanir á pari við núverandi verðbólgu muni hún halda áfram að aukast. Tilgangur vaxtahækkana sé að ná verðbólgunni niður og vinna þannig með aðilum vinnumarkaðarins í að halda uppi kaupmætti og koma á stöðugleika. „Það verður aðeins gert með þessum hætti, með því aðtakmarka neysluna í kerfinu. Takmarka hækkanir áfasteignamarkaði og í raun og veru reyna að ná einhverju jafnvægi. Þetta er bara sú staða sem við stöndum frammi fyrir. Við teljum okkur vera að búa í haginn fyrir næstu kjarasamninga með því að sýna fram á það með trúverðugum hætti að við ætlum að ná verðbólgu niður. Það þurfi ekki að semja um launahækkanir til að bæta upp fyrir hana,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34 Ragnar Þór segir seðlabankastjóra ganga erinda fjármagnseigenda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. 23. nóvember 2022 10:01 Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. 23. nóvember 2022 08:52 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans eru nú komnir í sex prósent. Eftir snarpar vaxtalækkanir Seðlabankans frá mars 2019 fram í mars 2021 þegar þeir voru komnir niður í 0,75 prósent tóku vextirnir að hækka á ný í maí í fyrra. Þá hafði verðbólga hækkað úr 2,1 prósenti í 4,6 prósent. Verðbólga náði síðan hámarki í október síðast liðnum þegar hún mældist rétt tæplega tíu prósent og í þessum mánuði mælist hún enn 9,4 prósent. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa því enn ekki náð að keyra niður verðbólguna síðustu átján mánuði. Ásgeir Jónsson segir Íslendiniga hafa notið mikils kaupmáttar og stöðugleika undanfarin misseri en nú sé hætta á að farið verði í kunnuglegt far víxlverkana launa og verðlags.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanirnar að undanförnu ekki vera að virka nógu vel á neyslu fólks því einkaneysla hafi aukist um 13 prósent á þessu ári. „En það sem við sjáum hins vegar er að það er að hægja áhagkerfinu. Verðbólga virðist hafa náð hámarki, uppsveiflan hafi náð hámarki. Þetta sé að fara að hníga. Þetta er á réttri leið. En það eru ansi mikil umsvif í gangi enn þá. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 9,4 prósent á þessu ári og um sex prósent á því næsta sem er töluvert frá markmiði bankans um 2,5 prósenta verðbólgu. Það muni taka lengri tíma en áður var áætlað að ná markmiðinu. Kjaraviðræður standa nú yfir og Seðlabankinn hefur ekki farið í grafgötur með að miklu máli skipti um hvað verði samið og ítrekar það nú. Ef verkalýðsfélögin ætli að sækja launahækkanir á pari við núverandi verðbólgu muni hún halda áfram að aukast. Tilgangur vaxtahækkana sé að ná verðbólgunni niður og vinna þannig með aðilum vinnumarkaðarins í að halda uppi kaupmætti og koma á stöðugleika. „Það verður aðeins gert með þessum hætti, með því aðtakmarka neysluna í kerfinu. Takmarka hækkanir áfasteignamarkaði og í raun og veru reyna að ná einhverju jafnvægi. Þetta er bara sú staða sem við stöndum frammi fyrir. Við teljum okkur vera að búa í haginn fyrir næstu kjarasamninga með því að sýna fram á það með trúverðugum hætti að við ætlum að ná verðbólgu niður. Það þurfi ekki að semja um launahækkanir til að bæta upp fyrir hana,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34 Ragnar Þór segir seðlabankastjóra ganga erinda fjármagnseigenda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. 23. nóvember 2022 10:01 Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. 23. nóvember 2022 08:52 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
„Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34
Ragnar Þór segir seðlabankastjóra ganga erinda fjármagnseigenda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. 23. nóvember 2022 10:01
Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. 23. nóvember 2022 08:52