Sara gefur sín fjögur bestu ráð: Vill að konur hrósi konum og sýni vöðvana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir gaf sín bestu ráð í tímaritsviðtali á dögunum. Instagtram/@wit.fitness Sara Sigmundsdóttir undirbýr sig nú fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem margir vonast eftir því að sjá hana yfirvinna endanlega erfið hnémeiðsli og komast aftur í hóp þeirra bestu í heimi. Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira