Ronaldo yfirgefur United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 17:43 Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn seinasta leik fyrir Manchester United. James Gill - Danehouse/Getty Images Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Sjá meira
Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Sjá meira