Spjall þeirra fer fram í sal Þjóðminjasafnsins og er hluti af dagskrá vinnuheimsóknar Sönnu. Viðburðurinn er á vegum forsætisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Skráning á spjallið gekk vel og er ekkert sæti laust.
Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, mun stýra umræðum Sönnu og Katrínar um sjálfbæra þróun, velsældarhagkerfi og loftslagsaðgerðir, mikilvægi jafnréttis- og mannréttindabaráttu og margt fleira.
Spjallinu er lokið en upptöku má sjá að neðan.