Portúgalska knattspyrnusambandið lét ekki vita af því að Ronaldo myndi mæta. Telja má líklegt að ef fjölmiðlar hefðu vitað af því hefði örugglega verið troðfullt á fundinum.
Það hefur mikið gengið á í kringum í Ronaldo eftir að hann lét allt flakka og úthúðaði öllu hjá Manchester United í viðtali hjá Piers Morgan.
Bit of a shock at Portugal training ground where Cristiano Ronaldo has come to see the media... not advertised in advance and relatively few here pic.twitter.com/UB1nqEmCA7
— Jeremy Wilson (@JWTelegraph) November 21, 2022
Jeremy Wilson hjá Telegraph var einn af þeim sem var mættur á fundinn. Ronaldo var spurður út í tímasetningu viðtalsins fræga.
„Frá ykkar sjónarhorni þá þykir það kannski auðvelt að velja tímasetningu. Stundum skrifið þið sannleikann og stundum skrifið þig lygar. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Ég tala þegar ég vil. Allir vita hver ég er og hvað ég trúi á,“ sagði Cristiano Ronaldo.
Wilson sagði enn fremur að Ronaldo hafi sagt að hann væri skotheldur og hvatti fjölmiðla til að hætta að spyrja aðra leikmenn portúgalska landsliðsins um hann.
Hann var líka spurður út í atvikið fræga með Bruno Fernandes en svaraði að þeir hafi verið að fíflast:
„Flugvélin hans var sein og ég spurði hann hvort hann hefði komið með bát,“ sagði Ronaldo.
Ronaldo also says that he is "bullet proof" and "iron clad" and urges media to stop asking other Portugal players about him. On Bruno Fernandes, says that they were "playing around" last week. "His plane was late - I asked him did you come by boat".
— Jeremy Wilson (@JWTelegraph) November 21, 2022