Þórir tók Evrópumetið af Bengt og Breivik og heimsmetið af Onesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 10:01 Þórir Hergeirsson er sá sigursæltasti af landsliðsþjálfurum á stórmótum í handbolta. AP/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson tók til sína alls konar met með frábærum árangri sínum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem lauk í gær. Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn í gær þegar Noregur vann 27-25 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Norska liðið var fjórum mörkum undir, 18-22, þegar seinni hálfleikur var um það til hálfnaður en vann síðustu sextán mínútur leiksins 9-3 og tryggði sér gullið. Þórir bætti með þessu Evrópumet sem var áður í eigu tveggja kunna þjálfara en fyrir þetta mót var Þórir jafn þeim Bengt Johansson og Marit Breivik. Bengt Johansson gerði sænska karlalandsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum frá 1994 til 2002 en sænska landsliðið vann fjögur af fyrstu fimm Evrópumótum karla. Marit Breivik jafnaði afrek Bengt þegar hún gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fjórða sinn árið 2008. Það var jafnframt hennar síðasta mót með norska liðið. Þórir hafði verið aðstoðarþjálfari Breivik frá 2001 og tók því beinan þátt í að vinna þrjú af þessum Evrópumótagullum. Þórir jafnaði met þeirra Bengt og Breivik fyrir tveimur árum og bætti það í gær þegar norsku stelpurnar vörðu Evrópumeistaratitilinn sinn. Þetta voru líka fjórtándu verðlaun norska kvennalandsliðsins á stórmótum undir stjórn Þóris og með því fór hann fram úr verðlaunasafni umræddar Marit Breivik. Á meðan níu af fjórtán verðlaunum Þóris hafa verið gull þá voru bara sex af þrettán verðlaunum norska liðsins undir stjórn Breivik gullverðlaun. Þórir er nú sá þjálfari sem hefur unnið flest gullverðlaun á stórmótum eða níu. Þórir fór nefnilega fram úr Frakkanum Claude Oneste sem vann átta gullverðlaun sem þjálfari franska landsliðsins frá 2001 til 2016. Norsku stelpurnar fagna sigri með því að lyfta Evrópubikarnum í gær.AP/Zsolt Czegledi Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn í gær þegar Noregur vann 27-25 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Norska liðið var fjórum mörkum undir, 18-22, þegar seinni hálfleikur var um það til hálfnaður en vann síðustu sextán mínútur leiksins 9-3 og tryggði sér gullið. Þórir bætti með þessu Evrópumet sem var áður í eigu tveggja kunna þjálfara en fyrir þetta mót var Þórir jafn þeim Bengt Johansson og Marit Breivik. Bengt Johansson gerði sænska karlalandsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum frá 1994 til 2002 en sænska landsliðið vann fjögur af fyrstu fimm Evrópumótum karla. Marit Breivik jafnaði afrek Bengt þegar hún gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fjórða sinn árið 2008. Það var jafnframt hennar síðasta mót með norska liðið. Þórir hafði verið aðstoðarþjálfari Breivik frá 2001 og tók því beinan þátt í að vinna þrjú af þessum Evrópumótagullum. Þórir jafnaði met þeirra Bengt og Breivik fyrir tveimur árum og bætti það í gær þegar norsku stelpurnar vörðu Evrópumeistaratitilinn sinn. Þetta voru líka fjórtándu verðlaun norska kvennalandsliðsins á stórmótum undir stjórn Þóris og með því fór hann fram úr verðlaunasafni umræddar Marit Breivik. Á meðan níu af fjórtán verðlaunum Þóris hafa verið gull þá voru bara sex af þrettán verðlaunum norska liðsins undir stjórn Breivik gullverðlaun. Þórir er nú sá þjálfari sem hefur unnið flest gullverðlaun á stórmótum eða níu. Þórir fór nefnilega fram úr Frakkanum Claude Oneste sem vann átta gullverðlaun sem þjálfari franska landsliðsins frá 2001 til 2016. Norsku stelpurnar fagna sigri með því að lyfta Evrópubikarnum í gær.AP/Zsolt Czegledi Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun
Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira