Valur vann leikinn 28-26 en heimakonur leiddu leikinn langstærstan hluta hans. Lilja Ágústsdóttir var markahæst Valskvenna með níu mörk og Thea Imani Sturludóttir kom næst með sex mörk.
Lydía Gunnþórsdóttir var atkvæðamest í liði Norðankvenna með átta mörk.
Á sama tíma vann Stjarnan afar öruggan níu marka sigur á Selfossi, 24-33, þar sem Garðabæjarliðið hafði töluverða yfirburði frá upphafi til enda.
Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk en Katla María Magnúsdóttir gerði sjö mörk fyrir Selfoss.