Viðskipti innlent

Subway á Ís­landi hættir við aug­lýsingar á RÚV yfir HM

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þess í stað ætlar félagið að gefa andvirði auglýsingapakkans til góðgerðamála.
Þess í stað ætlar félagið að gefa andvirði auglýsingapakkans til góðgerðamála. AP/Charles Krupa

Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla Gunnari Sigfússyni, framkvæmdastjóra Subway á Íslandi, sem send var til fjölmiðla rétt í þessu. Hann segir félagið hafa gert mistök með því að ætla að auglýsa í tengslum við viðburðinn og biðjast afsökunar á því. 

Subway hafði keypt auglýsingar að andvirði 1,5 milljón króna. Þess í stað ætlar félagið að gefa Geðhjálp og Píeta samtökunum upphæðina en bæði félög berjast fyrir mannréttindum og bættu lífi fólks. 

Fréttastofa ræddi í byrjun mánaðar við auglýsingastjóra RÚV sem sagðist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara væri að fá aðila til að auglýsa í tengslum við HM í knattspyrnu en RÚV er með sýningarréttinn á öllum leikjum mótsins. 

Norskir miðlar hafa greint frá því að auglýsendur þar í landi séu meira hikandi en oft áður. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×