„Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:46 Þorleifur segir stjórnvöld þurfa að taka stöðuna og setja nauðsynleg verkefni af stað með tilliti til almannahagsmuna. Fjarskiptastofa getur ekki afhent fjölmiðlum gögn er varða áhættumat vegna sæstrengjanna sem liggja til Íslands, þar sem gögnin eru bundin trúnaði vegna þjóðaröryggishagsmuna. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira