„Ánægður ef Arsenal vinnur deildina“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 20:42 Cristiano Ronaldo er á fullu í undirbúningi með Portúgal fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Vísir/Getty Seinni hluti viðtals Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var sýnt í kvöld. Þar sagði Ronaldo meðal annars að hann yrði ánægður að sjá Arsenal vinna deildina og þá ræddi hann einnig um virðinguna sem hann ber fyrir Lionel Messi. Fjölmargar fréttir hafa verið birtar um viðtal Morgan við Ronaldo og er fastlega gert ráð fyrir að Ronaldo yfirgefi Manchester United í janúar eða að félagið jafnvel rifti samningi við hann á næstu dögum. Í viðtalinu sem sýnt var í kvöld hélt Ronaldo áfram að ræða um þá vanvirðingu sem hann vill meina að Erik Ten Hag, þjálfari United, hafi sýnt honum. Hann viðurkennir þó að sjá eftir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik gegn Tottenham fyrir nokkru. „Ég skil að í nýju starfi þá þurfir þú að sýna hvað í þér býr. Manchester United hafa verið svo slakir síðustu ár að þeir urðu að hreinsa út, segjum það þannig.“ „Það gerast hlutir sem fólk veit ekki um. Ég ætla ekki að fela það að sambandið þjálfarann er ekki gott. Ég er heiðarlegur með það. Hann ber ekki þá virðingu fyrir mér sem ég á skilið. Það er líklega þess vegna sem ég yfirgaf bekkinn í leiknum gegn Tottenham.“ Ronaldo neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham og yfirgaf bekkinn og hélt til búningsherbergja. Mikil umræða skapaðist í kjölfarið og fékk Ronaldo refsingu frá United. „Ég viðurkenni það að ég sé eftir þessu. Mér fannst sem mér væri ögrað af þjálfarnum, að setja mig inn á í þrjár mínútur í leik. Afsakið, en ég er ekki þannig leikmaður. Ég veit hvað ég get fært liðinu.“ „Ég og átta aðrir leikmenn fórum en það var bara talað um mig. Á síðasta ári gerðu margir leikmenn það sama. Í þessum leik gerðu átta leikmenn það sama en það var bara talað um svarta sauðinn, mig.“ Segir Ferguson alltaf vera með sér í liði Í viðtalinu talar Ronaldo vel um lið Arsenal og þjálfara þess, Mikel Arteta. Hann segir að hann yrði ánægður að sjá liðið verða enska meistara. „Manchester United fyrst, en Arsenal er lið sem mér finnst gaman að horfa á spila. Ég kann vel við liðið, ég kann vel við þjálfarann. Mér finnst þeir gott lið. Ef Manchester United vinnur ekki deildina þá yrði ég ánægður að sjá Arsenal gera það.“ Oft hefur verið rætt um samband Ronaldo við Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra United og goðsögn meðal stuðningsmanna félagsins. „Ég hef ekki talað við hann í mánuð, en hann er alltaf með mér í liði. Hann skilur mig alltaf. Hann veit, hann veit betur en nokkur annar að þetta félag er ekki vegferðinni sem þeir eiga skilið. Allir vita það.“ „Þeir sem sjá það ekki, gera það því þeir vilja það ekki. Stuðningsmennirnir og ástríðan fyrir leiknum er alltaf rétta svarið. Manchester tilheyrir stuðningsmönnunum, en þeir eiga skilið að vita sannleikann. Innviðir félagsins eru ekki góðir, það verður að breytast.“ „Messi er töfrar“ Cristinano Ronaldo og Lionel Messi hafa átt knattspyrnusviðið í fjöldamörg ár og fótboltaáhugamenn keppst við að styðja þá og metast um hvor þeirra sé besti knattspyrnuleikmaður allra tíma. Ljóst er að Ronaldo ber mikla virðingu fyrir Messi. „Ótrúlegur leikmaður, töfrar. Við höfum deilt sviðinu í sextán ár. Hugsið ykkur, í sextán ár. Ég á í góðu sambandi við hann.“ „Ég er ekki vinur hans, í þeirri skilgreiningu að vinur sé sá sem er heima hjá þér, sem þú ræðir við í símann. Meira eins og liðsfélagi. Hann er náungi sem ég virði, hvernig hann talar um mig.“ Ronaldo er langt rá því að vera hættur þó ferill hans á Old Trafford sé líklega lokið. Hann segist vilja spila lengur og segir fjörtíu ár vera góðan aldur til að hætta. „Ég veit ekki, ég veit ekki hver framtíðin er. Stundum er hægt að skipuleggja hluti í sínu lífi og ég hef sagt margoft að lífið er kraftmikið. Þú veist aldrei hvað gerist. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Fjölmargar fréttir hafa verið birtar um viðtal Morgan við Ronaldo og er fastlega gert ráð fyrir að Ronaldo yfirgefi Manchester United í janúar eða að félagið jafnvel rifti samningi við hann á næstu dögum. Í viðtalinu sem sýnt var í kvöld hélt Ronaldo áfram að ræða um þá vanvirðingu sem hann vill meina að Erik Ten Hag, þjálfari United, hafi sýnt honum. Hann viðurkennir þó að sjá eftir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik gegn Tottenham fyrir nokkru. „Ég skil að í nýju starfi þá þurfir þú að sýna hvað í þér býr. Manchester United hafa verið svo slakir síðustu ár að þeir urðu að hreinsa út, segjum það þannig.“ „Það gerast hlutir sem fólk veit ekki um. Ég ætla ekki að fela það að sambandið þjálfarann er ekki gott. Ég er heiðarlegur með það. Hann ber ekki þá virðingu fyrir mér sem ég á skilið. Það er líklega þess vegna sem ég yfirgaf bekkinn í leiknum gegn Tottenham.“ Ronaldo neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham og yfirgaf bekkinn og hélt til búningsherbergja. Mikil umræða skapaðist í kjölfarið og fékk Ronaldo refsingu frá United. „Ég viðurkenni það að ég sé eftir þessu. Mér fannst sem mér væri ögrað af þjálfarnum, að setja mig inn á í þrjár mínútur í leik. Afsakið, en ég er ekki þannig leikmaður. Ég veit hvað ég get fært liðinu.“ „Ég og átta aðrir leikmenn fórum en það var bara talað um mig. Á síðasta ári gerðu margir leikmenn það sama. Í þessum leik gerðu átta leikmenn það sama en það var bara talað um svarta sauðinn, mig.“ Segir Ferguson alltaf vera með sér í liði Í viðtalinu talar Ronaldo vel um lið Arsenal og þjálfara þess, Mikel Arteta. Hann segir að hann yrði ánægður að sjá liðið verða enska meistara. „Manchester United fyrst, en Arsenal er lið sem mér finnst gaman að horfa á spila. Ég kann vel við liðið, ég kann vel við þjálfarann. Mér finnst þeir gott lið. Ef Manchester United vinnur ekki deildina þá yrði ég ánægður að sjá Arsenal gera það.“ Oft hefur verið rætt um samband Ronaldo við Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra United og goðsögn meðal stuðningsmanna félagsins. „Ég hef ekki talað við hann í mánuð, en hann er alltaf með mér í liði. Hann skilur mig alltaf. Hann veit, hann veit betur en nokkur annar að þetta félag er ekki vegferðinni sem þeir eiga skilið. Allir vita það.“ „Þeir sem sjá það ekki, gera það því þeir vilja það ekki. Stuðningsmennirnir og ástríðan fyrir leiknum er alltaf rétta svarið. Manchester tilheyrir stuðningsmönnunum, en þeir eiga skilið að vita sannleikann. Innviðir félagsins eru ekki góðir, það verður að breytast.“ „Messi er töfrar“ Cristinano Ronaldo og Lionel Messi hafa átt knattspyrnusviðið í fjöldamörg ár og fótboltaáhugamenn keppst við að styðja þá og metast um hvor þeirra sé besti knattspyrnuleikmaður allra tíma. Ljóst er að Ronaldo ber mikla virðingu fyrir Messi. „Ótrúlegur leikmaður, töfrar. Við höfum deilt sviðinu í sextán ár. Hugsið ykkur, í sextán ár. Ég á í góðu sambandi við hann.“ „Ég er ekki vinur hans, í þeirri skilgreiningu að vinur sé sá sem er heima hjá þér, sem þú ræðir við í símann. Meira eins og liðsfélagi. Hann er náungi sem ég virði, hvernig hann talar um mig.“ Ronaldo er langt rá því að vera hættur þó ferill hans á Old Trafford sé líklega lokið. Hann segist vilja spila lengur og segir fjörtíu ár vera góðan aldur til að hætta. „Ég veit ekki, ég veit ekki hver framtíðin er. Stundum er hægt að skipuleggja hluti í sínu lífi og ég hef sagt margoft að lífið er kraftmikið. Þú veist aldrei hvað gerist.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira