Lífið

6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þær Alma og Steinunn úr Nylon voru keppendur í fyrstu þáttaröð af Idol Stjörnuleit.
Þær Alma og Steinunn úr Nylon voru keppendur í fyrstu þáttaröð af Idol Stjörnuleit.

Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð.

Nylon samanstóð af þeim Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur. Stúlkurnar fjórar voru valdar eftir áheyrnarprufur sem haldnar voru í mars árið 2004.

Í kjölfarið gáfu þær út ábreiðu af laginu Lög unga fólksins og þá var ekki aftur snúið. Þær urðu ein allra vinsælasta hljómsveit á Íslandi. 

Spólum nokkra mánuði aftur í tímann. Áður en þær Alma og Steinunn fóru í prufur fyrir Nylon, höfðu þær reynt fyrir sér í öðrum prufum sem haldnar voru í Austurbæ. Við erum að sjálfsögðu að tala um Idol Stjörnuleit. 

Klippa: Alma Guðmundsdóttir - Idol

Fluttu báðar lagið Fingur

Á þessum tímapunkti voru þær Alma og Steinunn báðar 19 ára gamlar og þekktust ekki neitt. Fyrir tilviljun völdu þær þó báðar sama lagið til þess að flytja í prufunum, Írafár smellinn Fingur

Þær stóðu sig báðar með prýði en Alma komst hins vegar ekki lengra. Steinunn komst aftur á móti alla leið í 32 manna úrslit sem verður að teljast góður árangur.

Klippa: Steinunn Camilla - Idol

Samdi fyrir Katy Perry

Þær hafa þó báðar átt einstaklega glæstan feril í tónlistinni. Eftir að Nylon, sem síðar varð að The Charlies, lagði upp laupana fetuðu þær Alma og Steinunn hvor sína brautina innan tónlistarbransans.

Alma er búsett í L.A. þar sem hún hefur skapað sér nafn sem lagahöfundur. Hún hefur samið fyrir tónlistarfólk á borð við Katy Perry. Steinunn er annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með listamönnum á borð við Bríeti.

Klippa: Nylon - Bara í nótt

Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×