6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 09:02 Þær Alma og Steinunn úr Nylon voru keppendur í fyrstu þáttaröð af Idol Stjörnuleit. Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. Nylon samanstóð af þeim Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur. Stúlkurnar fjórar voru valdar eftir áheyrnarprufur sem haldnar voru í mars árið 2004. Í kjölfarið gáfu þær út ábreiðu af laginu Lög unga fólksins og þá var ekki aftur snúið. Þær urðu ein allra vinsælasta hljómsveit á Íslandi. Spólum nokkra mánuði aftur í tímann. Áður en þær Alma og Steinunn fóru í prufur fyrir Nylon, höfðu þær reynt fyrir sér í öðrum prufum sem haldnar voru í Austurbæ. Við erum að sjálfsögðu að tala um Idol Stjörnuleit. Klippa: Alma Guðmundsdóttir - Idol Fluttu báðar lagið Fingur Á þessum tímapunkti voru þær Alma og Steinunn báðar 19 ára gamlar og þekktust ekki neitt. Fyrir tilviljun völdu þær þó báðar sama lagið til þess að flytja í prufunum, Írafár smellinn Fingur. Þær stóðu sig báðar með prýði en Alma komst hins vegar ekki lengra. Steinunn komst aftur á móti alla leið í 32 manna úrslit sem verður að teljast góður árangur. Klippa: Steinunn Camilla - Idol Samdi fyrir Katy Perry Þær hafa þó báðar átt einstaklega glæstan feril í tónlistinni. Eftir að Nylon, sem síðar varð að The Charlies, lagði upp laupana fetuðu þær Alma og Steinunn hvor sína brautina innan tónlistarbransans. Alma er búsett í L.A. þar sem hún hefur skapað sér nafn sem lagahöfundur. Hún hefur samið fyrir tónlistarfólk á borð við Katy Perry. Steinunn er annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með listamönnum á borð við Bríeti. Klippa: Nylon - Bara í nótt Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Nylon samanstóð af þeim Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur. Stúlkurnar fjórar voru valdar eftir áheyrnarprufur sem haldnar voru í mars árið 2004. Í kjölfarið gáfu þær út ábreiðu af laginu Lög unga fólksins og þá var ekki aftur snúið. Þær urðu ein allra vinsælasta hljómsveit á Íslandi. Spólum nokkra mánuði aftur í tímann. Áður en þær Alma og Steinunn fóru í prufur fyrir Nylon, höfðu þær reynt fyrir sér í öðrum prufum sem haldnar voru í Austurbæ. Við erum að sjálfsögðu að tala um Idol Stjörnuleit. Klippa: Alma Guðmundsdóttir - Idol Fluttu báðar lagið Fingur Á þessum tímapunkti voru þær Alma og Steinunn báðar 19 ára gamlar og þekktust ekki neitt. Fyrir tilviljun völdu þær þó báðar sama lagið til þess að flytja í prufunum, Írafár smellinn Fingur. Þær stóðu sig báðar með prýði en Alma komst hins vegar ekki lengra. Steinunn komst aftur á móti alla leið í 32 manna úrslit sem verður að teljast góður árangur. Klippa: Steinunn Camilla - Idol Samdi fyrir Katy Perry Þær hafa þó báðar átt einstaklega glæstan feril í tónlistinni. Eftir að Nylon, sem síðar varð að The Charlies, lagði upp laupana fetuðu þær Alma og Steinunn hvor sína brautina innan tónlistarbransans. Alma er búsett í L.A. þar sem hún hefur skapað sér nafn sem lagahöfundur. Hún hefur samið fyrir tónlistarfólk á borð við Katy Perry. Steinunn er annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með listamönnum á borð við Bríeti. Klippa: Nylon - Bara í nótt Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01
8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01
9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01
10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning