Airfryer ofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun ELKO ELKO 17. nóvember 2022 11:01 Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO Airfryer hitablástursofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun sem ELKO gerði nú í aðdraganda undirbúnings jóla. Í öðru sæti er snjallsími og PS5 leikjatölvan í því þriðja. Þá sýnir það sig að upp til hópa gefur fólk margar gjafir. Tæpur helmingur segist gefa fleiri en 10 jólagjafir og tæpur þriðjungur gefur sjö til tíu gjafir. „Mikil og góð viðbrögð við jólakönnun ELKO gleðja okkur mjög og segja kunnugir okkur að mjög gott sé að svör frá átta þúsund manns í svona könnun, líkt og við fengum," Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO. Við sendum könnunina á póstlista ELKO, og buðum svo líka gestum á vef ELKO að taka þátt. Áhuginn endurspeglar líka að fólk getur vel hugsað sér raftæki til gjafa, enda segjast yfir 95 prósent ætla að fletta jólagjafahandbók ELKO sem kemur út fyrir jólin á meðan 1,1 prósent ætlar ekki að gera það og 3,8 prósent segjast afþakka fjölpóst.“ Airfryer ofninn er víða til samkvæmt könnuninni, eða á 41 prósenti heimila, og um leið greinilegt að hann er á óskalista á mörgum heimilim fyrir þessi jólin. Á eftir þremur efstu flokkunum koma svo heyrnartól, snjallúr, sjónvörp, ryksuguvélmenni og kaffivélar. Þannig virðist mega gefa ryksugu í jólagjöf, en einnig hafa margir gefið heimilinu gjöf sem einfaldar og bætir lífið. Þá eru stærri heimilistæki á borð við uppþvottavélar, ryksugur og sjónvörp oft ofarlega á lista. ELKO spurði um ýmislegt sem viðkemur jólagjöfum, svo sem hvort fólk hafi lent í því að fá tvær eins jólagjafir sömu jólin. Í ljós kom að meira en helmingur þátttakenda hefur lent í því, eða 52%. Þegar slíkt kemur upp skiptir skilarétturinn máli, en hann er óvíða víðtækari en hjá ELKO. Jólagjöfum má skila allt til 31. janúar 2023, líka þó þær hafi verið teknar úr pakkningum og prófaðar. Það má því segja að sterkur skilaréttur tryggi að allar jólagjafir hitti í mark. Þá var fólk spurt að því hvort það gæfi gæludýrum sínum jólagjöf. Rúm 37 prósent gera það. Ef bara er horft til svara þeirra sem eiga gæludýr kemur í ljós að um 70 prósent gæludýraeigenda gleðja dýrin sín með gjöf um jólin. Þá kann að vera vísbending um að landsmenn eigi enn eitthvað inni í snjallvæðingu heimila sinna að 52 prósent aðspurðra svara því til að á heimilinu séu engar snjallperur að finna. Tæpur helmingur nota hins vegar slíkar perur, en um fimmtán prósent eru með þrjár til fimm, tíu prósent með fleiri en tíu og níu prósent með sex til tíu slíkar perur. Um 25,8 prósent sem svara segjast fá í skóinn á aðfangadag og má velta fyrir sér hvort Kertasníkir telji snjallperur hentugar til slíkra gjafa. ELKO, sem er stórmarkaður með raftæki og stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði 28. febrúar 1998 og hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Hjá ELKO starfa um 135 manns. Auk vefverslunarinnar ELKO.is rekur ELKO þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eina á Akureyri og svo verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. ELKO er að fullu í eigu Festi hf. Jól Jólagjafir fyrirtækja Matur Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Mikil og góð viðbrögð við jólakönnun ELKO gleðja okkur mjög og segja kunnugir okkur að mjög gott sé að svör frá átta þúsund manns í svona könnun, líkt og við fengum," Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO. Við sendum könnunina á póstlista ELKO, og buðum svo líka gestum á vef ELKO að taka þátt. Áhuginn endurspeglar líka að fólk getur vel hugsað sér raftæki til gjafa, enda segjast yfir 95 prósent ætla að fletta jólagjafahandbók ELKO sem kemur út fyrir jólin á meðan 1,1 prósent ætlar ekki að gera það og 3,8 prósent segjast afþakka fjölpóst.“ Airfryer ofninn er víða til samkvæmt könnuninni, eða á 41 prósenti heimila, og um leið greinilegt að hann er á óskalista á mörgum heimilim fyrir þessi jólin. Á eftir þremur efstu flokkunum koma svo heyrnartól, snjallúr, sjónvörp, ryksuguvélmenni og kaffivélar. Þannig virðist mega gefa ryksugu í jólagjöf, en einnig hafa margir gefið heimilinu gjöf sem einfaldar og bætir lífið. Þá eru stærri heimilistæki á borð við uppþvottavélar, ryksugur og sjónvörp oft ofarlega á lista. ELKO spurði um ýmislegt sem viðkemur jólagjöfum, svo sem hvort fólk hafi lent í því að fá tvær eins jólagjafir sömu jólin. Í ljós kom að meira en helmingur þátttakenda hefur lent í því, eða 52%. Þegar slíkt kemur upp skiptir skilarétturinn máli, en hann er óvíða víðtækari en hjá ELKO. Jólagjöfum má skila allt til 31. janúar 2023, líka þó þær hafi verið teknar úr pakkningum og prófaðar. Það má því segja að sterkur skilaréttur tryggi að allar jólagjafir hitti í mark. Þá var fólk spurt að því hvort það gæfi gæludýrum sínum jólagjöf. Rúm 37 prósent gera það. Ef bara er horft til svara þeirra sem eiga gæludýr kemur í ljós að um 70 prósent gæludýraeigenda gleðja dýrin sín með gjöf um jólin. Þá kann að vera vísbending um að landsmenn eigi enn eitthvað inni í snjallvæðingu heimila sinna að 52 prósent aðspurðra svara því til að á heimilinu séu engar snjallperur að finna. Tæpur helmingur nota hins vegar slíkar perur, en um fimmtán prósent eru með þrjár til fimm, tíu prósent með fleiri en tíu og níu prósent með sex til tíu slíkar perur. Um 25,8 prósent sem svara segjast fá í skóinn á aðfangadag og má velta fyrir sér hvort Kertasníkir telji snjallperur hentugar til slíkra gjafa. ELKO, sem er stórmarkaður með raftæki og stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði 28. febrúar 1998 og hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Hjá ELKO starfa um 135 manns. Auk vefverslunarinnar ELKO.is rekur ELKO þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eina á Akureyri og svo verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. ELKO er að fullu í eigu Festi hf.
ELKO, sem er stórmarkaður með raftæki og stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði 28. febrúar 1998 og hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Hjá ELKO starfa um 135 manns. Auk vefverslunarinnar ELKO.is rekur ELKO þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eina á Akureyri og svo verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. ELKO er að fullu í eigu Festi hf.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Matur Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira