Generalprufa Messi og Ronaldo fyrir HM: Annar skoraði en hinn með magakveisu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:31 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa báðir spilað á HM 2006 í Þýskalandi, HM 2010 í Suður-Afríku, HM 2014 í Brasilíu, HM 2018 í Rússlandi og nú á HM 2022 í Katar. Getty/Lars Baron Landslið Argentína og Portúgals hafa innan borðs goðsagnakennda leikmenn á tímamótum og mæta á heimsmeistaramótið í Katar til að reyna að færa hetjum sínum langþráðan heimsmeistaratitil. Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo. HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo.
HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira