Rúnar Alex: Þegar undankeppnin hefst verður refsað fyrir svona mistök Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:30 Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn fyrir Ísland í dag gegn Litáen. KSÍ Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Íslands í dag þegar liðið lagði Litáen í vítaspyrnukeppni í Eystrasaltsbikarnum í dag. Hann var fyrst og fremst ánægður með að liðið hafi haldið hreinu í dag. „Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira
„Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira
Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01