Það var enginn tilbúinn í þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Regína Ósk hefur náð langt í tónlistinni en einnig gengið í gegnum erfiða tíma. Vísir/vilhelm Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira. Einkalífið Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Fleiri fréttir Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Sjá meira
Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Fleiri fréttir Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Sjá meira