Engin ástæða til gífuryrða strax Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 19:31 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir leitt að heyra ummæli formanns VR um að hugmyndir vinnuveitenda við kjarasamningsborðið séu allt að því niðurlægjandi. Engin ástæða sé til gífuryrða strax. VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Vísuðu þau til þess að of mikið bæri á milli samningsaðila þrátt fyrir stíf fundarhöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að hugmyndir Samtaka atvinnulífsins (SA) væru allt að því niðurlægjandi fyrir launafólk fyrir helgi. Spurður út í þau ummæli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að sér þætti leitta að heyra ummæli Ragnars Þórs. „Ég tel enga ástæðu til að vera með þessi gífuryrði á þessum tímapunkti,“ sagði hann. SA nálguðust samningaviðræðurnar á ábyrgan hátt en það væri sameiginlegt verkefni þeirra og verkalýðshreyfingarinnar að ná niður verðbólgu og þar með lækka vexti sem Halldór sagði líklega mesta hagsbótin fyrir íslensk heimili. Erfitt væri að tryggja launþegum kaupmáttaraukningu þegar verðbólga mældist yfir níu prósent. SA ætli sér ekki að elta verðbólguna með launahækkunum heldur reyna að skapa skilyrði til þess að draga úr henni. Skilyrði fyrir vaxandi kaupmátt gætu þá skapast undir lok samningstímans eða við gerð næsta kjarasamnings. Vel hafi gengið að verja kjör heimilanna og kaupmáttur fólks hafi vaxið á nýliðnum samningstíma þrátt fyrir ytri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. „Núna er rétti tíminn til þess að verja þá stöðu. Stundum er gott að taka eitt skref aftur á bak til þess að taka tvö áfram síðar,“ sagði Halldór. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Vísuðu þau til þess að of mikið bæri á milli samningsaðila þrátt fyrir stíf fundarhöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að hugmyndir Samtaka atvinnulífsins (SA) væru allt að því niðurlægjandi fyrir launafólk fyrir helgi. Spurður út í þau ummæli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að sér þætti leitta að heyra ummæli Ragnars Þórs. „Ég tel enga ástæðu til að vera með þessi gífuryrði á þessum tímapunkti,“ sagði hann. SA nálguðust samningaviðræðurnar á ábyrgan hátt en það væri sameiginlegt verkefni þeirra og verkalýðshreyfingarinnar að ná niður verðbólgu og þar með lækka vexti sem Halldór sagði líklega mesta hagsbótin fyrir íslensk heimili. Erfitt væri að tryggja launþegum kaupmáttaraukningu þegar verðbólga mældist yfir níu prósent. SA ætli sér ekki að elta verðbólguna með launahækkunum heldur reyna að skapa skilyrði til þess að draga úr henni. Skilyrði fyrir vaxandi kaupmátt gætu þá skapast undir lok samningstímans eða við gerð næsta kjarasamnings. Vel hafi gengið að verja kjör heimilanna og kaupmáttur fólks hafi vaxið á nýliðnum samningstíma þrátt fyrir ytri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. „Núna er rétti tíminn til þess að verja þá stöðu. Stundum er gott að taka eitt skref aftur á bak til þess að taka tvö áfram síðar,“ sagði Halldór.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49
Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42