Þrettán ára strákur í Njarðvík búinn með fimm þúsund tíma í flughermi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2022 20:23 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára Njarðvíkingur, sem hefur mikinn áhuga á flugvélum og öllu, sem þeim tengist. Vísir/Magnús Hlynur Þrettán ára strákur í Reykjanesbæ er löngubúinn að ákveða hvað hann ætlar að verða í framtíðinni því hann ætlar að vera flugmaður og fljúga stórum breiðþotum. Það er kannski engin furða því hann er með flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búinn að taka fimm þúsund tíma í herminum. Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík. Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík.
Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira