Jólagjöf sem safnar ekki ryki Icelandair 11. nóvember 2022 14:28 „Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“ Svarið getur vafist fyrir okkur. Óskalisti ástvina og ættinga er oft tómlegur. Fólk á allt eða veit ekki hvað það vill. Það er lítið gaman að gefa fólki gjafir sem það kærir sig ekki um að nota, en taka engu að síður pláss í hillum eða geymslum. Gjafabréf leysa þennan vanda. Þiggjandinn velur gjöfina. Og ef gjafabréfið er fyrir upplifun frekar en hluti er engin hætta á að gjöfin safni ryki þegar fram í sæki. Hvað er þá betri jólagjöf en gjafabréf sem opnar yfir fjörutíu dyr út í heim? Ævintýrin eru nefnilega handan við hornið með Icelandair. Og ekki taka minningarnar pláss upp í hillu. „Gjafabréfin okkar eru mjög góð að því leyti að þú getur notað þau á alla okkar áfangastaði og í viðskiptum við VITA ferðaskrifstofu,“ segir Oddur Finnsson, markaðsmaður hjá Icelandair. „Þetta er í raun gjöf sem allir geta notið. Sama hver fjárhæðin er, bréfið mun alltaf koma að gagni. Svo er líka vert að minnast á að hægt er að kaupa gjafabréf fyrir Vildarpunkta.“ Hann segir jafnframt að vinsælt sé að gefa gjafabréf upp í vinaferðir á Enska boltann, sólarlandaferðir með fjölskyldunni, tónleikaferðir og þar fram eftir götunum. Þá kjósi sumir að pakka gjafabréfinu inn í skókassa eða slíkt til þess að hafa meiri leynd yfir öllu. Verður gjöfin þín gjöfin þín? Icelandair stendur líka fyrir skemmtilegum leik í nóvember og desember. Á hverjum föstudegi fram að jólum verður hægt að vinna 100.000 króna gjafabréf. Og hvorki meira né minna en 500.000 króna á Þorláksmessu. Allir sem kaupa gjafabréf fyrir andvirði 10.000 króna eða meira, hvort heldur greitt er með peningum eða Vildarpunktum, fara sjálfkrafa í pottinn. Hvert gjafabréf margfaldar möguleikann á að vera dreginn. Fimm gjafabréf fimmfalda þannig vinningslíkurnar. Hægt er að lesa meira um gjafabréfin og leikinn hér Jól Jólagjafir fyrirtækja Ferðalög Icelandair Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Svarið getur vafist fyrir okkur. Óskalisti ástvina og ættinga er oft tómlegur. Fólk á allt eða veit ekki hvað það vill. Það er lítið gaman að gefa fólki gjafir sem það kærir sig ekki um að nota, en taka engu að síður pláss í hillum eða geymslum. Gjafabréf leysa þennan vanda. Þiggjandinn velur gjöfina. Og ef gjafabréfið er fyrir upplifun frekar en hluti er engin hætta á að gjöfin safni ryki þegar fram í sæki. Hvað er þá betri jólagjöf en gjafabréf sem opnar yfir fjörutíu dyr út í heim? Ævintýrin eru nefnilega handan við hornið með Icelandair. Og ekki taka minningarnar pláss upp í hillu. „Gjafabréfin okkar eru mjög góð að því leyti að þú getur notað þau á alla okkar áfangastaði og í viðskiptum við VITA ferðaskrifstofu,“ segir Oddur Finnsson, markaðsmaður hjá Icelandair. „Þetta er í raun gjöf sem allir geta notið. Sama hver fjárhæðin er, bréfið mun alltaf koma að gagni. Svo er líka vert að minnast á að hægt er að kaupa gjafabréf fyrir Vildarpunkta.“ Hann segir jafnframt að vinsælt sé að gefa gjafabréf upp í vinaferðir á Enska boltann, sólarlandaferðir með fjölskyldunni, tónleikaferðir og þar fram eftir götunum. Þá kjósi sumir að pakka gjafabréfinu inn í skókassa eða slíkt til þess að hafa meiri leynd yfir öllu. Verður gjöfin þín gjöfin þín? Icelandair stendur líka fyrir skemmtilegum leik í nóvember og desember. Á hverjum föstudegi fram að jólum verður hægt að vinna 100.000 króna gjafabréf. Og hvorki meira né minna en 500.000 króna á Þorláksmessu. Allir sem kaupa gjafabréf fyrir andvirði 10.000 króna eða meira, hvort heldur greitt er með peningum eða Vildarpunktum, fara sjálfkrafa í pottinn. Hvert gjafabréf margfaldar möguleikann á að vera dreginn. Fimm gjafabréf fimmfalda þannig vinningslíkurnar. Hægt er að lesa meira um gjafabréfin og leikinn hér
Jól Jólagjafir fyrirtækja Ferðalög Icelandair Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira