14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 13:30 Þær Hildur Vala og Heiða Ólafs kepptu um Idolstjörnu titilinn í lokaþætti annarrar þáttaraðar árið 2005. „Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum. Spólum áfram sjö mánuði fram í tímann. Tvær ungar konur stóðu á sviði Vetrargarðsins í Smáralind og biðu þess að vita hvor þeirra væri nýja Idolstjarna Íslands. Önnur þeirra var hin 23 ára gamla Heiða Ólafsdóttir frá Hólmavík og hin var Reykjavíkurmærin Hildur Vala. Fyrr um kvöldið höfðu þær báðar spreytt sig á laginu Líf eftir Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson. Þá hafði Heiða einnig flutt lögin Ég vil að þú komir og Slappaðu af. Hildur hafði tekið lögin The Boy Who Giggled So Sweet og Án þín. Á meðan beðið var eftir síðustu atkvæðunum var farið yfir Idol ferðalag þeirra beggja í þáttunum. Skelltu þér með okkur í tímavélina og rifjum upp Idol ferðalag Hildar Völu. Klippa: Idol ævintýri Hildar Völu Trúði því að hún gæti orðið næsta Idolstjarna Í myndbrotinu hér að ofan mátti heyra Hildi Völu láta þau stóru orð falla í fyrstu áheyrnarprufunum að hún hefði fulla trú á því að hún myndi vinna Idolið. Kynnarnir Simmi og Jói höfðu reiknað það út að á þeim tímapunkti hefðu verið 0,06 prósent líkur á því að hún hefði rétt fyrir sér. Nú stóðu þær Hildur Vala og Heiða hins vegar tvær eftir. Spennan var áþreifanleg þegar þeir Simmi og Jói tilkynntu að lokaniðurstöðurnar væru komnar í hús. Hér sjáum við hið æsispennandi augnablik þegar önnur Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd í Vetrargarðinum fyrir rúmum sautján árum síðan. Klippa: Úrslitastund Idol Stjörnuleitar árið 2005 Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hildur Vala Idol-stjarna Íslands Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin IDOL stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind. 11. mars 2005 00:01 Heiða og Hildur Vala keppa til úrslita Idol í kvöld IDOL stjarnan 2005 verður krýnd í Smáralindinni í kvöld en Heiða og Hildur Vala keppa til úrslita um titilinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 20.30. 11. mars 2005 00:01 Hildur Vala verður Stuðmaður Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar. 12. apríl 2005 00:01 Hætt að semja fyrir skúffuna Hildur Vala söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar fyrir 12 árum í sjónvarpsþættinum Idol stjörnuleit. Hún hvarf úr sviðsljósinu í nokkur ár og tónlistin hennar endaði ofan í skúffu. Nú er komið út nýtt lag og plata á leiðinni. Hún segist gera hlutina á eigin forsendum. 29. september 2017 11:15 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Spólum áfram sjö mánuði fram í tímann. Tvær ungar konur stóðu á sviði Vetrargarðsins í Smáralind og biðu þess að vita hvor þeirra væri nýja Idolstjarna Íslands. Önnur þeirra var hin 23 ára gamla Heiða Ólafsdóttir frá Hólmavík og hin var Reykjavíkurmærin Hildur Vala. Fyrr um kvöldið höfðu þær báðar spreytt sig á laginu Líf eftir Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson. Þá hafði Heiða einnig flutt lögin Ég vil að þú komir og Slappaðu af. Hildur hafði tekið lögin The Boy Who Giggled So Sweet og Án þín. Á meðan beðið var eftir síðustu atkvæðunum var farið yfir Idol ferðalag þeirra beggja í þáttunum. Skelltu þér með okkur í tímavélina og rifjum upp Idol ferðalag Hildar Völu. Klippa: Idol ævintýri Hildar Völu Trúði því að hún gæti orðið næsta Idolstjarna Í myndbrotinu hér að ofan mátti heyra Hildi Völu láta þau stóru orð falla í fyrstu áheyrnarprufunum að hún hefði fulla trú á því að hún myndi vinna Idolið. Kynnarnir Simmi og Jói höfðu reiknað það út að á þeim tímapunkti hefðu verið 0,06 prósent líkur á því að hún hefði rétt fyrir sér. Nú stóðu þær Hildur Vala og Heiða hins vegar tvær eftir. Spennan var áþreifanleg þegar þeir Simmi og Jói tilkynntu að lokaniðurstöðurnar væru komnar í hús. Hér sjáum við hið æsispennandi augnablik þegar önnur Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd í Vetrargarðinum fyrir rúmum sautján árum síðan. Klippa: Úrslitastund Idol Stjörnuleitar árið 2005 Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hildur Vala Idol-stjarna Íslands Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin IDOL stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind. 11. mars 2005 00:01 Heiða og Hildur Vala keppa til úrslita Idol í kvöld IDOL stjarnan 2005 verður krýnd í Smáralindinni í kvöld en Heiða og Hildur Vala keppa til úrslita um titilinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 20.30. 11. mars 2005 00:01 Hildur Vala verður Stuðmaður Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar. 12. apríl 2005 00:01 Hætt að semja fyrir skúffuna Hildur Vala söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar fyrir 12 árum í sjónvarpsþættinum Idol stjörnuleit. Hún hvarf úr sviðsljósinu í nokkur ár og tónlistin hennar endaði ofan í skúffu. Nú er komið út nýtt lag og plata á leiðinni. Hún segist gera hlutina á eigin forsendum. 29. september 2017 11:15 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Hildur Vala Idol-stjarna Íslands Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin IDOL stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind. 11. mars 2005 00:01
Heiða og Hildur Vala keppa til úrslita Idol í kvöld IDOL stjarnan 2005 verður krýnd í Smáralindinni í kvöld en Heiða og Hildur Vala keppa til úrslita um titilinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 20.30. 11. mars 2005 00:01
Hildur Vala verður Stuðmaður Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar. 12. apríl 2005 00:01
Hætt að semja fyrir skúffuna Hildur Vala söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar fyrir 12 árum í sjónvarpsþættinum Idol stjörnuleit. Hún hvarf úr sviðsljósinu í nokkur ár og tónlistin hennar endaði ofan í skúffu. Nú er komið út nýtt lag og plata á leiðinni. Hún segist gera hlutina á eigin forsendum. 29. september 2017 11:15