Sex þúsund argentínskir fótboltaáhugamenn á bannlista á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 23:30 Argentínskur stuðningsmaður. Getty/Marcelo Endelli Argentínumenn ætla að passa upp á það að argentínskar fótboltabullur verði hvergi sjáanlegar þegar heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar. Argentínska landsliðið er til alls líklegt á þessu síðasta heimsmeistaramóti snillingsins Lionel Messi og gríðarlegur áhugi er á landsliðinu í heimalandinu. Margir trúa því að eins og guð gaf Maradona mikilvægt mark á HM í Mexíkó þá sé komið að því að Messi uppskeri með því að landa langþráðum heimsmeistaratitli. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at #QatarWorldCup2022 https://t.co/YQ4689jaz3— Gulf News (@gulf_news) November 8, 2022 Stjórnvöld í Argentínu tilkynntu í gær að sex þúsund argentínskir fótboltáhugamenn væru komnir á bannlista á HM í Katar. Þeir mega ekki stíga fæti inn á leikvang í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Bannið nær ekki aðeins yfir bullurnar sem hafa verið með ofbeldi og annars konar óeirðir á fótboltaleikjum heldur einnig yfir þá skulda pening fyrir mat eða jafnvel skulda meðlög. „Ofbeldismennirnir eru bæði hér og í Katar. Við viljum koma með frið aftur inn í fótboltann og sjá til þess að ofbeldisseggirnir verði fyrir utan leikvanganna,“ sagði argentínski dómsmálaráðherrann Marcelo D'Alessandro í útvarpsviðtali. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at Qatar World Cup https://t.co/aICel1U7Lv pic.twitter.com/uMJ85Qmi6B— Reuters (@Reuters) November 8, 2022 Fólk sem hefur stundað ólöglegar sölur á götum eða skulda aðrar greiðslur til ríkisins er líka sett á bannlistann. Öryggismálaráðuneytið gekk frá samningi í júní við stjórnvöld í Katar um að útiloka ofbeldisseggina frá heimsmeistaramótinu. Helmingurinn af þessum sex þúsund eru svokallaðar "barrabravas" fótboltabullur en þeir mega heldur ekki mæta á leiki í Argentínu. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Argentínska landsliðið er til alls líklegt á þessu síðasta heimsmeistaramóti snillingsins Lionel Messi og gríðarlegur áhugi er á landsliðinu í heimalandinu. Margir trúa því að eins og guð gaf Maradona mikilvægt mark á HM í Mexíkó þá sé komið að því að Messi uppskeri með því að landa langþráðum heimsmeistaratitli. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at #QatarWorldCup2022 https://t.co/YQ4689jaz3— Gulf News (@gulf_news) November 8, 2022 Stjórnvöld í Argentínu tilkynntu í gær að sex þúsund argentínskir fótboltáhugamenn væru komnir á bannlista á HM í Katar. Þeir mega ekki stíga fæti inn á leikvang í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Bannið nær ekki aðeins yfir bullurnar sem hafa verið með ofbeldi og annars konar óeirðir á fótboltaleikjum heldur einnig yfir þá skulda pening fyrir mat eða jafnvel skulda meðlög. „Ofbeldismennirnir eru bæði hér og í Katar. Við viljum koma með frið aftur inn í fótboltann og sjá til þess að ofbeldisseggirnir verði fyrir utan leikvanganna,“ sagði argentínski dómsmálaráðherrann Marcelo D'Alessandro í útvarpsviðtali. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at Qatar World Cup https://t.co/aICel1U7Lv pic.twitter.com/uMJ85Qmi6B— Reuters (@Reuters) November 8, 2022 Fólk sem hefur stundað ólöglegar sölur á götum eða skulda aðrar greiðslur til ríkisins er líka sett á bannlistann. Öryggismálaráðuneytið gekk frá samningi í júní við stjórnvöld í Katar um að útiloka ofbeldisseggina frá heimsmeistaramótinu. Helmingurinn af þessum sex þúsund eru svokallaðar "barrabravas" fótboltabullur en þeir mega heldur ekki mæta á leiki í Argentínu.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira