Erik Ten Hag pirraður vegna heimskulegra fyrirgjafa á Ronaldo Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 20:18 Erik Ten Hag segir sínum mönnum til í leiknum gegn Aston Villa í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag þjálfari Manchester United var pirraður eftir tap liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði að fyrirgjafir sem leikmenn reyndu á Cristiano Ronaldo hefðu verið heimskulegar. Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00