Dagbók Bents: Reykjavík er partýborg hvort sem það er Airwaves eða ekki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 15:53 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldinu. Vísir Þetta er fullkominn staður fyrir lítið hryðjuverk. Landsbankinn Austurstræti meikar miklu meira sens sem listarými en banki. Í dag eru bankar ekki lengur með óþarfa vesen eins og gjaldkera eða nokkurs konar þjónustu, þannig að það er nóg pláss fyrir málverkasýningar og tónleika. Í aðdraganda hátíðarinnar var mikið talað um sniðgöngu og mótmæli útaf Icelandair og hælisleitendum, svo ég hálfpartinn vonaði að einhver myndi kasta fiskbúðing á þessi fígúratívu mannslífs málverk Karólínu Lárusdóttur og líma sig svo við míkrafónstandinn hennar Bríetar. Enginn gerði það. Ég held að þessi tónlist sé svo yndisleg að það sé ekki hægt að vera reiður hérna. Bríet sýnir okkur enn eina ferðina af hverju hún er poppstjarna Íslands. Það hefði samt verið gaman að sjá einhvern skvetta. Fyrir utan rekst ég á Berndsen sem er loksins farinn úr bleiku peysunni sem hann er búinn að vera í alla hátíðina (nýja peysan er samt líka bleik). Við töltum á Fischersund þar sem Sin Fang og Kjartan Holm eru með útgáfuhóf. Tónlistin er svona hljóðheims, ambient, bíum bíum bambaló stöff. Tónlist sem er ómögulegt að dansa við, en í troðninginum sé ég mann sem er að reyna. Ég held að þetta sé Hollywood leikarinn John Hawkes. Það meikar sens því ég veit að hann hefur áður verið á Íslandi. Kannski fær hann ekki nóg af draumkenndri tónlist og mosa í römmum. Það er verið að að bjóða uppá snafs sem þau bjuggu til sjálf úr íslenskum lækningajurtum sem hafa legið í spíra. Það er allavega eitthvað í þessu sem er að lækna mig. Staðurinn er stappaður af fólki og eini lausi stóllinn er báðum megin við vegginn. Týpískt. Ágúst Bent Happy hour á 12 tónum þýðir það að bjórinn er 200 krónum ódýrari. Má það alveg? Þýðir happy hour ekki tveir fyrir einn eða sambærilegt? Cyber, duglegasta fólkið á hátíðinni, eru að spila og það er svo gaman hvað þær eru óhræddar við að hoppa á milli stefna. Stundum er þetta seyðandi hvísl rapp á ensku, svo partí rapp á íslensku, núna hljómar þetta eins og Prodigy og allt í einu kemur Eurovision lag. En þetta passar samt allt saman. Þær dansa eins og Mata Hari eða kóbraslanga, ég dansa eins og gamall bíll í lausagangi. Þetta væri fullkominn staður fyrir þjófnað. Það er búið að vera stanslaust ball undarnfarna daga í plötubúðum miðbæjarins sem hluti af konseptinu Elskum plötubúðir og í þessum troðning væri svo létt að stela öllu. En þá væru þjófarnir bara með geisladisk í vasanum sem þeir vita ekkert hvað á að gera við. Sem væri refsing í sjálfu sér. Ég held að 12 tónar séu eins og Hús máls og menningar, lítur út eins og verslun en er bara krá. Brynja hefði átt að byrja að selja bjór frekar en að hætta bara. Árstíðir eru að spila í Gamla bíói og mér sýnist allir í hljómsveitinni vera með lokuð augun. Þeir radda hvorn annan, spila á hljóðfærin sín og syngja um fjöll. Smá eins og ef fullorðnir mormónar myndu stofna boyband. Ættu að heita Von Direction. View this post on Instagram A post shared by A rsti ðir (@arstidir) Gæi sem lítur út eins og David Blaine klárar grimmt fiðlusóló og allir í salnum klappa og flauta. Jújú, ætli þetta sé ekki alveg gaman. Á Iðnó er norskur strákur sem kallar sig Metteson og hann með stóran krossfiskahatt. Hann syngur fallega, dillar mjöðmunum og finnst ógeðslega gaman að vera uppi á sviði. Þessi gæi var pottþétt pirrandi á göngunum í gaggó en það er ekki hægt að taka það frá honum að hann syngur eins og engill. View this post on Instagram A post shared by Knut Åserud (@knutaaserud) Ég held að ég hafi aldrei séð standandi trommara áður. Skrattar eru heitasta hljómsveitin á Íslandi í dag og auðvitað er Gaukurinn fullur af fólki. Kalli Ställborn er farinn úr að ofan áður en fyrsta lagið byrjar. Ég sé random náunga trýna sig og enginn virðist kippa sér upp við það. Sölvi lætur Já-Já-Já-Já-Já hljóma eins og Ódysseifskviðu. Hér er allt að gerast. Ég held að fólk haldi að Skrattar séu þungarokk, en þeir eru meira eins og Reservoir Dogs soundtrakkið. Og myndin. Ef að myndin væri með tveimur Liam Gallagher í aðalhlutverki. „I’m getting a little bit old“ segir Unnsteinn Manúel á Iðnó og glöggir lesendur vita að það gerir mig reiðan. Hann er samt svo ljúfur og fullkominn að reiðin endist ekki lengi. Það elska hann allir. Annars héti hann Umdeilt Manúel. View this post on Instagram A post shared by UNNSTEINN (@unistefson) Hermigervill lítur út eins og Cereal Killer úr kvikmyndinni Hackers (1995) og er að spila tónlist sem hljómar eins og Wink (1995). Sem er smá skrítin blanda við söngin hans Unnsteins sem hljómar meira eins og Stjórnin (1995). En þegar ég held að sé búinn að fatta sándið þá kemur hann með smell sem bara Unnsteinn, Páll Óskar eða Daníel Ágúst gætu samið. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) Og alltíeinu er þetta fullkominn staður. Gummi Jör tísti í fyrradag „Hvað kom fyrir Iceland Airwaves? Það er bara í gangi og maður hefur varla orðið var við þetta?“ Sem væri smá eins og ef ég myndi segja „Er enski boltinn hættur? Ég hef ekki séð leik í mörg ár.“ Það þarf að pína sig út úr húsi til að hafa gaman og hvort sem þið eruð í AA eða HAHA þá er Reykjavík partýborg, hvort sem það sé Airwaves eða ekki. Tónlist Airwaves Dagbók Bents Reykjavík Tengdar fréttir Dagbók Bents: „100 manns andvarpa í kór og byrja að hata mig“ Krummi er með flest nöfn af öllum íslenskum poppstjörnum. Okkar besti maður; Oddur Hrafn Stefán er að spila á Jörgensen og músíkin er hressari en ég hélt. Getur verið að Krummi sé að verða léttur í lund? 5. nóvember 2022 17:18 Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31 Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í dag eru bankar ekki lengur með óþarfa vesen eins og gjaldkera eða nokkurs konar þjónustu, þannig að það er nóg pláss fyrir málverkasýningar og tónleika. Í aðdraganda hátíðarinnar var mikið talað um sniðgöngu og mótmæli útaf Icelandair og hælisleitendum, svo ég hálfpartinn vonaði að einhver myndi kasta fiskbúðing á þessi fígúratívu mannslífs málverk Karólínu Lárusdóttur og líma sig svo við míkrafónstandinn hennar Bríetar. Enginn gerði það. Ég held að þessi tónlist sé svo yndisleg að það sé ekki hægt að vera reiður hérna. Bríet sýnir okkur enn eina ferðina af hverju hún er poppstjarna Íslands. Það hefði samt verið gaman að sjá einhvern skvetta. Fyrir utan rekst ég á Berndsen sem er loksins farinn úr bleiku peysunni sem hann er búinn að vera í alla hátíðina (nýja peysan er samt líka bleik). Við töltum á Fischersund þar sem Sin Fang og Kjartan Holm eru með útgáfuhóf. Tónlistin er svona hljóðheims, ambient, bíum bíum bambaló stöff. Tónlist sem er ómögulegt að dansa við, en í troðninginum sé ég mann sem er að reyna. Ég held að þetta sé Hollywood leikarinn John Hawkes. Það meikar sens því ég veit að hann hefur áður verið á Íslandi. Kannski fær hann ekki nóg af draumkenndri tónlist og mosa í römmum. Það er verið að að bjóða uppá snafs sem þau bjuggu til sjálf úr íslenskum lækningajurtum sem hafa legið í spíra. Það er allavega eitthvað í þessu sem er að lækna mig. Staðurinn er stappaður af fólki og eini lausi stóllinn er báðum megin við vegginn. Týpískt. Ágúst Bent Happy hour á 12 tónum þýðir það að bjórinn er 200 krónum ódýrari. Má það alveg? Þýðir happy hour ekki tveir fyrir einn eða sambærilegt? Cyber, duglegasta fólkið á hátíðinni, eru að spila og það er svo gaman hvað þær eru óhræddar við að hoppa á milli stefna. Stundum er þetta seyðandi hvísl rapp á ensku, svo partí rapp á íslensku, núna hljómar þetta eins og Prodigy og allt í einu kemur Eurovision lag. En þetta passar samt allt saman. Þær dansa eins og Mata Hari eða kóbraslanga, ég dansa eins og gamall bíll í lausagangi. Þetta væri fullkominn staður fyrir þjófnað. Það er búið að vera stanslaust ball undarnfarna daga í plötubúðum miðbæjarins sem hluti af konseptinu Elskum plötubúðir og í þessum troðning væri svo létt að stela öllu. En þá væru þjófarnir bara með geisladisk í vasanum sem þeir vita ekkert hvað á að gera við. Sem væri refsing í sjálfu sér. Ég held að 12 tónar séu eins og Hús máls og menningar, lítur út eins og verslun en er bara krá. Brynja hefði átt að byrja að selja bjór frekar en að hætta bara. Árstíðir eru að spila í Gamla bíói og mér sýnist allir í hljómsveitinni vera með lokuð augun. Þeir radda hvorn annan, spila á hljóðfærin sín og syngja um fjöll. Smá eins og ef fullorðnir mormónar myndu stofna boyband. Ættu að heita Von Direction. View this post on Instagram A post shared by A rsti ðir (@arstidir) Gæi sem lítur út eins og David Blaine klárar grimmt fiðlusóló og allir í salnum klappa og flauta. Jújú, ætli þetta sé ekki alveg gaman. Á Iðnó er norskur strákur sem kallar sig Metteson og hann með stóran krossfiskahatt. Hann syngur fallega, dillar mjöðmunum og finnst ógeðslega gaman að vera uppi á sviði. Þessi gæi var pottþétt pirrandi á göngunum í gaggó en það er ekki hægt að taka það frá honum að hann syngur eins og engill. View this post on Instagram A post shared by Knut Åserud (@knutaaserud) Ég held að ég hafi aldrei séð standandi trommara áður. Skrattar eru heitasta hljómsveitin á Íslandi í dag og auðvitað er Gaukurinn fullur af fólki. Kalli Ställborn er farinn úr að ofan áður en fyrsta lagið byrjar. Ég sé random náunga trýna sig og enginn virðist kippa sér upp við það. Sölvi lætur Já-Já-Já-Já-Já hljóma eins og Ódysseifskviðu. Hér er allt að gerast. Ég held að fólk haldi að Skrattar séu þungarokk, en þeir eru meira eins og Reservoir Dogs soundtrakkið. Og myndin. Ef að myndin væri með tveimur Liam Gallagher í aðalhlutverki. „I’m getting a little bit old“ segir Unnsteinn Manúel á Iðnó og glöggir lesendur vita að það gerir mig reiðan. Hann er samt svo ljúfur og fullkominn að reiðin endist ekki lengi. Það elska hann allir. Annars héti hann Umdeilt Manúel. View this post on Instagram A post shared by UNNSTEINN (@unistefson) Hermigervill lítur út eins og Cereal Killer úr kvikmyndinni Hackers (1995) og er að spila tónlist sem hljómar eins og Wink (1995). Sem er smá skrítin blanda við söngin hans Unnsteins sem hljómar meira eins og Stjórnin (1995). En þegar ég held að sé búinn að fatta sándið þá kemur hann með smell sem bara Unnsteinn, Páll Óskar eða Daníel Ágúst gætu samið. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) Og alltíeinu er þetta fullkominn staður. Gummi Jör tísti í fyrradag „Hvað kom fyrir Iceland Airwaves? Það er bara í gangi og maður hefur varla orðið var við þetta?“ Sem væri smá eins og ef ég myndi segja „Er enski boltinn hættur? Ég hef ekki séð leik í mörg ár.“ Það þarf að pína sig út úr húsi til að hafa gaman og hvort sem þið eruð í AA eða HAHA þá er Reykjavík partýborg, hvort sem það sé Airwaves eða ekki.
Tónlist Airwaves Dagbók Bents Reykjavík Tengdar fréttir Dagbók Bents: „100 manns andvarpa í kór og byrja að hata mig“ Krummi er með flest nöfn af öllum íslenskum poppstjörnum. Okkar besti maður; Oddur Hrafn Stefán er að spila á Jörgensen og músíkin er hressari en ég hélt. Getur verið að Krummi sé að verða léttur í lund? 5. nóvember 2022 17:18 Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31 Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dagbók Bents: „100 manns andvarpa í kór og byrja að hata mig“ Krummi er með flest nöfn af öllum íslenskum poppstjörnum. Okkar besti maður; Oddur Hrafn Stefán er að spila á Jörgensen og músíkin er hressari en ég hélt. Getur verið að Krummi sé að verða léttur í lund? 5. nóvember 2022 17:18
Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31
Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31