Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 6. nóvember 2022 07:00 Völlurinn er ekki einungis fyrir eldri borgara heldur hafa ungmenni einnig fengið að prófa að pútta. Grunnskólinn á Ísafirði Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi. Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi.
Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira