„Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2022 06:44 Biskup biðlar til stjórnmálamanna að breyta lögum. Vísir/Baldur „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ Þetta hefur Fréttablaðið eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, um þá atburðarás sem átti sér stað í fyrrinótt, þegar fimmtán hælisleitendur voru fluttir af landi brott í skjóli myrkurs, eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars handtökur. Agnes segist hafa talið sjálfri sér trú um að lög landsins byggðu á kristnum gildum og umræddar aðgerðir væru ekki í þeirra anda. „Ég bara botna ekki því að bjóða fólki, sem hefur verið hér í stuttan eða langan tíma og er bara að leita hér skjóls og friðar í sitt hjarta, að vera tekið úr landi. Og ég vil ekki að þjóðfélagið sé byggt upp af svona hörku. Miskunn og mildi eru lykilorð,“ segir biskup. Nefnir hún sérstaklega nemendur við Fjölbrautaskólann í Ármúla, sem voru handteknar fyrir utan skólann. Agnes segir lítinn vanda að breyta lögunum en stjórnmálamenn hafa varið aðgerðirnar með því að vísa til eftirfylgni við lög og reglur. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja, þessu símtali er lokið,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við Fréttablaðið í gær, eftir að hafa staðhæft að lögregla hefði einungis verið að framfylgja skyldum sínum þegar fólkið var handtekið. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta hefur Fréttablaðið eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, um þá atburðarás sem átti sér stað í fyrrinótt, þegar fimmtán hælisleitendur voru fluttir af landi brott í skjóli myrkurs, eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars handtökur. Agnes segist hafa talið sjálfri sér trú um að lög landsins byggðu á kristnum gildum og umræddar aðgerðir væru ekki í þeirra anda. „Ég bara botna ekki því að bjóða fólki, sem hefur verið hér í stuttan eða langan tíma og er bara að leita hér skjóls og friðar í sitt hjarta, að vera tekið úr landi. Og ég vil ekki að þjóðfélagið sé byggt upp af svona hörku. Miskunn og mildi eru lykilorð,“ segir biskup. Nefnir hún sérstaklega nemendur við Fjölbrautaskólann í Ármúla, sem voru handteknar fyrir utan skólann. Agnes segir lítinn vanda að breyta lögunum en stjórnmálamenn hafa varið aðgerðirnar með því að vísa til eftirfylgni við lög og reglur. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja, þessu símtali er lokið,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við Fréttablaðið í gær, eftir að hafa staðhæft að lögregla hefði einungis verið að framfylgja skyldum sínum þegar fólkið var handtekið.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50