Menning

Fólkið á Airwa­ves: Urðu ást­fangnir af Júníusi Mey­vant og fá tón­listina nú beint í æð

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa
Norsku Tónlistarmennirnir Roger Holthe Olsen og Trond Saure mættu á Airwaves til þess að hlusta á Júníus Meyvant.
Norsku Tónlistarmennirnir Roger Holthe Olsen og Trond Saure mættu á Airwaves til þess að hlusta á Júníus Meyvant. Vísir/Dóra Júlía

Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er nú í fullum gangi. Uppselt er á hátíðina sem fer fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.

Fréttamaður Vísis mætti galvaskur á hátíðina og náði tali af tveimur norskum tónleikagestum í Listasafni Reykjavíkur, þeim Roger Holthe Olsen og Trond Saure. Olsen og Saure eru báðir tónlistarmenn og er þetta í fyrsta sinn sem þeir fara á Airvawes.

Tónlistarmennirnir tveir segjast ferðast um Evrópu einu sinni á ári og fara á tónleika saman, það sé góð leið til þess að kynnast menningu annarra þjóða.

„Ísland er stórkostlegt. Maturinn, fólkið, landið, náttúran, bara allt og ef það er hægt að blanda því saman við tónlist er það aldeilis frábært.“

Olsen og Saure segja Júníus Meyvant vera eina aðal ástæðuna á bak við það að þeir hafi ákveðið að heimsækja Ísland í ár. Þegar fréttamaður talaði við þá biðu þeir spenntir eftir að sjá tónlistarmanninn stíga á svið.

„Ég held við höfum fyrst heyrt tónlistina hans í gegnum „explore“ virknina á Spotify. Annar okkar deildi tónlistinni með hinum og við urðum ástfangnir af honum og tónlistinni hans.“

Hér að ofan má heyra lag með Júníusi Meyvant sem nefnist „Gold Laces“ en það er eitt mest spilaðasta lag hans á tónlistarveitunni Spotify.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.