Ef það væri hægt að segja að þú hafir einhverja galla er það að þú hafir of marga kosti. Þér gæti dottið það í hug að verða kerfis eða viðskiptafræðingur, en þá gætirðu orðið hálf leiðinlegur og að vera leiðinlegur er dauðasynd sagði Oscar Wilde.
Þú þarft að finna þér leiðir til þess að vera sjálfstæður í lífi þínu, að ráða tíma þínum og að skemmta þér við það sem þú ert að gera hverju sinni. Það mun ekki henta þér að vera einhver meðalfiskur eða rækja og þér leiðist svo afskaplega að horfa á heilu seríurnar í sjónvarpinu og að týna tímanum þannig. Fólk, að skapa eða að vinna við eða með fólki í máli eða með því að tala, halda fyrirlestra eða eitthvað með fólki er þitt fag og náðargáfa.
Vegna þess að þú ert svo hugmyndaríkur þá geturðu séð það fyrir þér að allt gæti verið að fara til fjandans. Þetta er vegna þess að þegar þú varst barn gastu búið til heilu ævintýrin í huganum og með nákvæmlega sömu aðferð geturðu búið til svo skemmtilega veröld fyrir þig og fjölskyldu þína, því þú hefur ráð undir rifi hverju. En það er ekki gott þegar þú ferð í miskunnsama Samverjann eða að þú haldir að þú þurfir að bjarga öllum málum og hjá öllum. Þetta mun bara reyta af þér fjaðrirnar og lama þrótt þinn, því þú munt gefa meira af þér en þú hefur.
Annaðhvort safnarðu öllu mögulegu eða ert svakalegur snyrtipinni. Þú hefur sérstaka tilfinningu fyrir því hvernig hlutirnir eiga að raðast upp og þess vegna langar þig alltaf að breyta, færa til, laga eða að fá þér ný föt. Það eru miklar ástríður í kringum þig en þú skalt hafa það í huga að þú ættir bara að breyta því sem þú getur breytt og þér finnst vera þarft, en ef þú getur engu breytt, þá skaltu sleppa því úr huga þínum, allt er eins og það á að vera.
Knús og kossar, Sigga Kling