Zlatan skammar Mbappé: „Ert ekki stærri en PSG“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2022 15:30 Zlatan Ibrahimovic gefur framkomu og hegðun Kylians Mbappé ekki „like“. getty/Piero Cruciatti Einhver myndi segja að það kæmi kannski úr hörðustu átt að Zlatan Ibrahimovic gagnrýndi fótboltamann fyrir að vera með of stórt egó. En Svíinn setti það ekki fyrir sig þegar hann skammaði Kylian Mbappé fyrir hrokafulla hegðun. Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Paris Saint-Germain í maí. Talið er samningurinn sé 540 milljóna punda virði. Auk þess á Mbappé að geta haft áhrif á ákvarðanir sem PSG tekur, til dæmis varðandi leikmannakaup. Þrátt fyrir þetta ku Mbappé ekki vera sáttur hjá PSG og vill yfirgefa félagið. Zlatan skilur ekki hvað franska landsliðsmanninum gengur til. „Mbappé er kominn í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið. En þú ættir aldrei að gera stærri en félag því þú ert það ekki,“ sagði Zlatan við Canal+ í Frakklandi. Zlatan fór mikinn í viðtalinu og sagði ekkert varið í frönsku úrvalsdeildina síðan hann yfirgaf landið 2016, ekki einu sinni þótt Mbappé, Neymar og Lionel Messi leiki allir með PSG. „Síðan ég fór frá Frakklandi hefur allt hrunið. Það er ekkert til að tala um lengur,“ sagði Zlatan. „Frakkland þarfnast mín. Ég þarf Frakkland ekki. Það hjálpar ekki að hafa Mbappé, Neymar og Messi.“ Þótt það gusti um Mbappé utan vallar stendur hann sig inni á vellinum og hefur skorað átján mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Eitt þeirra kom í 1-2 sigri PSG á Juventus í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG á eftir að leika tvo leiki áður en deildir heimsins fara í frí vegna HM í Katar. PSG mætir Lorient á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Auxerre um þarnæstu helgi. Franski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Paris Saint-Germain í maí. Talið er samningurinn sé 540 milljóna punda virði. Auk þess á Mbappé að geta haft áhrif á ákvarðanir sem PSG tekur, til dæmis varðandi leikmannakaup. Þrátt fyrir þetta ku Mbappé ekki vera sáttur hjá PSG og vill yfirgefa félagið. Zlatan skilur ekki hvað franska landsliðsmanninum gengur til. „Mbappé er kominn í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið. En þú ættir aldrei að gera stærri en félag því þú ert það ekki,“ sagði Zlatan við Canal+ í Frakklandi. Zlatan fór mikinn í viðtalinu og sagði ekkert varið í frönsku úrvalsdeildina síðan hann yfirgaf landið 2016, ekki einu sinni þótt Mbappé, Neymar og Lionel Messi leiki allir með PSG. „Síðan ég fór frá Frakklandi hefur allt hrunið. Það er ekkert til að tala um lengur,“ sagði Zlatan. „Frakkland þarfnast mín. Ég þarf Frakkland ekki. Það hjálpar ekki að hafa Mbappé, Neymar og Messi.“ Þótt það gusti um Mbappé utan vallar stendur hann sig inni á vellinum og hefur skorað átján mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Eitt þeirra kom í 1-2 sigri PSG á Juventus í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG á eftir að leika tvo leiki áður en deildir heimsins fara í frí vegna HM í Katar. PSG mætir Lorient á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Auxerre um þarnæstu helgi.
Franski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira