Vilja álit umboðsmanns á yfirheyrslum blaðamanna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. nóvember 2022 17:28 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur sent umboðsmanni Alþingis rökstutt erindi þar sem hann er hvattur til að hefja frumkvæðisathugun á rannsókn og embættisfærslum lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra vegna málatilbúnaðar þess gegn fjórum blaðamönnum. Mikið hefur gengið á í málum fjögurra blaðamanna sem fengu stöðu sakborninga eftir að hafa fjallað um hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ vegna gruns um að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Óskað hefur verið eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu lögreglu og fjármálaráðherra hefur blandað sér í málið. Frá hvatningunni er greint á vef Blaðamannafélagsins. Þar er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanns félagsins, sem segir mikilvægt að fá álit umboðsmanns á því hvort það að kalla blaðamenn til yfirheyrslu „fyrir það eitt að vinna vinnu sína“, hafi verið í samræmi við hlutverk lögreglu og þá vernd sem fjölmiðlar njóta samkvæmt stjórnarskrá. „Blaðamannafélagið hefur ítrekað bent á að um störf fjölmiðla gilda önnur lög og reglur en önnur störf, vegna hlutverks fjölmiðla og mikilvægis þeirra fyrir lýðræðislega umræðu. Hlutverk umboðsmanns er að tryggja rétt einstaklinga gagnvart stjórnvöldum og því mikilvægt að fá úr því skorið hvort brotið hafi verið á rétti blaðamannanna fjögurra í þessu tilviki,“ segir Sigríður. Blaðamannafélagið minnir þá á mikilvægi fjölmiðla í því að tryggja almenningi rétt til upplýsinga og að frjáls fréttaflutningur og vernd heimildarmanna séu grundvallarforsendur fyrir því að fjölmiðlar geti gegnt hlutverki sínu í lýðræðisþjóðfélagi. Erindið ritar Flóki Ásgeirsson lögmaður en erindið má nálgast í heild sinni hér að neðan. a-bending-til-ua-bi-final-311022PDF174KBSækja skjal Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Fjölmiðlar Samherjaskjölin Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Mikið hefur gengið á í málum fjögurra blaðamanna sem fengu stöðu sakborninga eftir að hafa fjallað um hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ vegna gruns um að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Óskað hefur verið eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu lögreglu og fjármálaráðherra hefur blandað sér í málið. Frá hvatningunni er greint á vef Blaðamannafélagsins. Þar er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanns félagsins, sem segir mikilvægt að fá álit umboðsmanns á því hvort það að kalla blaðamenn til yfirheyrslu „fyrir það eitt að vinna vinnu sína“, hafi verið í samræmi við hlutverk lögreglu og þá vernd sem fjölmiðlar njóta samkvæmt stjórnarskrá. „Blaðamannafélagið hefur ítrekað bent á að um störf fjölmiðla gilda önnur lög og reglur en önnur störf, vegna hlutverks fjölmiðla og mikilvægis þeirra fyrir lýðræðislega umræðu. Hlutverk umboðsmanns er að tryggja rétt einstaklinga gagnvart stjórnvöldum og því mikilvægt að fá úr því skorið hvort brotið hafi verið á rétti blaðamannanna fjögurra í þessu tilviki,“ segir Sigríður. Blaðamannafélagið minnir þá á mikilvægi fjölmiðla í því að tryggja almenningi rétt til upplýsinga og að frjáls fréttaflutningur og vernd heimildarmanna séu grundvallarforsendur fyrir því að fjölmiðlar geti gegnt hlutverki sínu í lýðræðisþjóðfélagi. Erindið ritar Flóki Ásgeirsson lögmaður en erindið má nálgast í heild sinni hér að neðan. a-bending-til-ua-bi-final-311022PDF174KBSækja skjal
Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Fjölmiðlar Samherjaskjölin Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira