Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 13:00 Jürgen Klopp gat brosað aðeins á Anfield í gærkvöldi. Getty/Cristiano Mazzi Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. Eftir fjögur deildartöp í byrjun móts, tvöfalt fleiri töp en allt síðasta tímabil, þá er staðan í ensku úrvalsdeildinni ekki björt hjá lærisveinum Jürgen Klopp. Jurgen Klopp s agent Marc Kosicke: I can assure that Jürgen Klopp has no intention of resigning. Jürgen enjoys the full backing of the people in charge, they are in contact. He loves Liverpool, he didn't extend his contract until 2026 for nothing. #lfc [sky germany] pic.twitter.com/YbD3zxCKtD— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2022 Liverpool liðið er í níunda sæti deildarinnar og fimmtán stigum á eftir toppliði Arsenal. Það er í raun styttra niður í fallsæti en upp í Meistaradeildarsæti. Marc Kosicke, umboðsmaður Jürgen Klopp, var spurður út í möguleikann á því að Klopp segi þetta gott og hætti með liðið. „Ég get fullvissað ykkur um það að Jürgen Klopp er ekki að hugsa um að hætta með Liverpool liðið,“ sagði Marc Kosicke við Sky Sports. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool sem vilja auðvitað halda þýska stjóranum sem lengst enda hefur hann gert frábæra hluti á Anfield þessi sjö ár. „Sá möguleiki, að vandamál gætu skapast á þessu tímabili eftir allt álagið á síðustu leiktíð, var ein af sviðsmyndunum sem eigendur félagsins vissu að gæti komið upp,“ sagði Kosicke. Klopp s agent Kosicke: I can assure that Jürgen Klopp has no intention of resigning , tells @SkyDE @Plettigoal. #LFC Jürgen enjoys the full backing of the people in charge, they are in contact. He loves Liverpool, he didn't extend his contract until 2026 for nothing . pic.twitter.com/QRuaBD6FbS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 1, 2022 „Jürgen er ánægður með þann stuðning sem hann fær frá fólkinu sem ræður hjá Liverpool og hann er reglulega í sambandi við þau,“ sagði Kosicke. „Hann elskar félagið, þetta lið og stuðningsmennina. Hann er staðráðinn að halda áfram og ná að koamst í gegnum þessi umskipti hjá Liverpool liðinu. Hann framlengdi ekki samning sinn til ársins 2026 fyrir ekki neitt,“ sagði Kosicke. Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Eftir fjögur deildartöp í byrjun móts, tvöfalt fleiri töp en allt síðasta tímabil, þá er staðan í ensku úrvalsdeildinni ekki björt hjá lærisveinum Jürgen Klopp. Jurgen Klopp s agent Marc Kosicke: I can assure that Jürgen Klopp has no intention of resigning. Jürgen enjoys the full backing of the people in charge, they are in contact. He loves Liverpool, he didn't extend his contract until 2026 for nothing. #lfc [sky germany] pic.twitter.com/YbD3zxCKtD— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2022 Liverpool liðið er í níunda sæti deildarinnar og fimmtán stigum á eftir toppliði Arsenal. Það er í raun styttra niður í fallsæti en upp í Meistaradeildarsæti. Marc Kosicke, umboðsmaður Jürgen Klopp, var spurður út í möguleikann á því að Klopp segi þetta gott og hætti með liðið. „Ég get fullvissað ykkur um það að Jürgen Klopp er ekki að hugsa um að hætta með Liverpool liðið,“ sagði Marc Kosicke við Sky Sports. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool sem vilja auðvitað halda þýska stjóranum sem lengst enda hefur hann gert frábæra hluti á Anfield þessi sjö ár. „Sá möguleiki, að vandamál gætu skapast á þessu tímabili eftir allt álagið á síðustu leiktíð, var ein af sviðsmyndunum sem eigendur félagsins vissu að gæti komið upp,“ sagði Kosicke. Klopp s agent Kosicke: I can assure that Jürgen Klopp has no intention of resigning , tells @SkyDE @Plettigoal. #LFC Jürgen enjoys the full backing of the people in charge, they are in contact. He loves Liverpool, he didn't extend his contract until 2026 for nothing . pic.twitter.com/QRuaBD6FbS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 1, 2022 „Jürgen er ánægður með þann stuðning sem hann fær frá fólkinu sem ræður hjá Liverpool og hann er reglulega í sambandi við þau,“ sagði Kosicke. „Hann elskar félagið, þetta lið og stuðningsmennina. Hann er staðráðinn að halda áfram og ná að koamst í gegnum þessi umskipti hjá Liverpool liðinu. Hann framlengdi ekki samning sinn til ársins 2026 fyrir ekki neitt,“ sagði Kosicke.
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira