„Að ná að vinna á móti einu besta liði heims er frábær tilfinning,“ sagði Salah eftir sigurinn.
„Við þurfum að halda áfram. Þetta eru góð úrslit sem gefa okkur meira sjálfstraust fyrir deildarkeppnina.“
Eins og svo oft áður setti VAR svip sinn á leikinn. Gestirnir í Napoli héldu að þeir hefðu tekið forystuna á 53. mínútu, en markið dæmt af eftir langa skoðun myndbandsdómara og sömuleiðis var mark Darwin Nunez skoðað í þaula undir lok leiksins. Þá var Salah ekki viss um að hann hafi átt fyrra mark Liverpool þar sem boltinn virtist hafa farið inn eftir skalla frá Darwin Nunez.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá vissi ég ekki að ég ætti markið þannig takk fyrir að staðfesta það,“ sagði Salah léttur eftir að spyrillinn sagði Egyptanum að hann ætti fyrra mark Liverpool.
„En það getur hver sem er skorað, en liðið er alltaf það mikilvægasta. Það er mikilvægt að hafa unnið í kvöld. Við spiluðum góðan leik, við vorum snöggir á boltann og unnum hann einnig fljótt til baka þegar við misstum hann.“
„Okkur gengur ekki nógu vel í deildinni, en þetta mun ýta á okkur og vonandi getum við farið að vinna meira,“ sagði Salah að lokum.