Boðar aðgerðir í netöryggismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 20:01 Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. arnar halldórsson Ísland stendur sig mun verr en hin Norðurlöndin þegar kemur að netöryggi sem gerir þjóðina að skotmarki erlendra netárásahópa. Nýsköpunarráðherra segir okkur skorta sérhæfðan mannauð í málaflokknum og boðar aðgerðir. Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur. Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur.
Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira