Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Ótrúleg leitarsaga Juan Gabriel. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið var haldið áfram að fjalla um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar að móður sinni. Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Leitin að upprunanum Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig
Leitin að upprunanum Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira