Íslandsóvinurinn dæmir hjá Real Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2022 11:15 Stúlkan sem starir á skjáinn. vísir/vilhelm Franski dómarinn Stéphanie Frappart er greinilega í meiri metum hjá dómaranefnd UEFA en Íslendingum því henni hefur verið úthlutað stórum leik í Meistaradeild Evrópu. Íslendingar sameinuðust í andúð sinni á Frappart eftir slaka frammistöðu hennar í umspilsleik Portúgals og Íslands um sæti á HM 2023. Hún dæmdi mark af íslenska liðinu og svo vítaspyrnu á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Frappart rak hana einnig af velli. Seinna dæmdi hún annað víti á Ísland en sneri þeim dómi við. Þótt Frappart hafi ekki átt sinn besta dag í Portúgal fyrr í þessum mánuði er hún almennt talin besti kvendómari heims. Hún hefur dæmt stóra leiki í karlaboltanum, meðal annars Ofurbikar Evrópu 2019 þar sem Liverpool sigraði Chelsea eftir vítaspyrnukeppni. Frappart varð fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild karla þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev 2. desember 2020. Frappart dæmir einnig í Meistaradeildinni á miðvikudaginn þegar Real Madrid tekur á móti Celtic á Santiago Bernabéu í F-riðli. Madrídingar eru í efsta sæti riðilsins en skosku meistararnir í því neðsta og eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram, hvað þá í Evrópudeildina. Stéphanie Frappart will be the referee in charge of our match @CelticFC.#UCL pic.twitter.com/3yE0Ut1XOj— Real Madrid C.F. (@realmadriden) October 31, 2022 Ekki vantar verkefnin hjá Frappart á næstunni því hún er á leið til Katar þar sem hún dæmir á HM karla, fyrst kvenna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Íslendingar sameinuðust í andúð sinni á Frappart eftir slaka frammistöðu hennar í umspilsleik Portúgals og Íslands um sæti á HM 2023. Hún dæmdi mark af íslenska liðinu og svo vítaspyrnu á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Frappart rak hana einnig af velli. Seinna dæmdi hún annað víti á Ísland en sneri þeim dómi við. Þótt Frappart hafi ekki átt sinn besta dag í Portúgal fyrr í þessum mánuði er hún almennt talin besti kvendómari heims. Hún hefur dæmt stóra leiki í karlaboltanum, meðal annars Ofurbikar Evrópu 2019 þar sem Liverpool sigraði Chelsea eftir vítaspyrnukeppni. Frappart varð fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild karla þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev 2. desember 2020. Frappart dæmir einnig í Meistaradeildinni á miðvikudaginn þegar Real Madrid tekur á móti Celtic á Santiago Bernabéu í F-riðli. Madrídingar eru í efsta sæti riðilsins en skosku meistararnir í því neðsta og eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram, hvað þá í Evrópudeildina. Stéphanie Frappart will be the referee in charge of our match @CelticFC.#UCL pic.twitter.com/3yE0Ut1XOj— Real Madrid C.F. (@realmadriden) October 31, 2022 Ekki vantar verkefnin hjá Frappart á næstunni því hún er á leið til Katar þar sem hún dæmir á HM karla, fyrst kvenna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira