Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 10:42 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að erfitt sé að spá um niðurstöður formannsslags innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira