Fótbolti

Mikael og félagar stálu sigrinum í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Anderson og félagar unnu dramatískan sigur gegn Lyngby í dag.
Mikael Anderson og félagar unnu dramatískan sigur gegn Lyngby í dag. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Mikael Anderson og félagar hans í AGF unnu dramatískan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótaríma og Lyngby er enn án sigurs eftir 15 umferðir.

Freyr Alexanderson, þjálfari Lyngby, hafði Sævar Atla Magnússon á varamannabekknum í upphafi leiks. Mikael Anderson hóf einnig leik á bekknum hjá AGF, en báðir komu þeir inn á í seinni hálfleik, Sævar á 63. mínútu og Mikael 20 mínútum síðar. Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Lyngby vegna meiðsla.

Yann Aurel Bisseck hélt að hann hefði komið gestunum í AGF yfir á 71. mínútu leiksins, en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara.

Það var svo ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma að fyrsta og eina löglega mark leiksins var skorað þegar Patrick Mortensen kom boltanum í netið og tryggði gestunum í AGF 0-1 útisigur.

AGF situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig eftir 15 leiki. Lyngby situr hins vegar enn sem fastast á botninum með aðeins sex stig og er enn í leit að sínum fyrsta sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×