Cavill kveður Geralt af Riviu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 21:58 Henry Cavill kveður Geralt og Liam Hemsworth tekur við. Getty/Juan Naharro Gimenez, Taylor Hill Leikarinn Henry Cavill hefur sagt skilið við hlutvek sitt í Netflix þáttunum „The Witcher“ og kemur Liam Hemsworth í hans stað. Þættirnir , sem hófu göngu sína árið 2019, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix en þrjár seríur hafa verið gerðar af þáttunum og nú er sú fjórða á leiðinni. Leikararnir birtu báðir tilkynningu um breytinguna á Instagram reikningum sínum fyrr í kvöld en hlutverkið sem um ræðir er skrímslaveiðarinn Geralt af Riviu. Cavill segist hlakka til að sjá Hemsworth taka við keflinu og leika „einn mest heillandi og fjölbreytta mann“ sem til sé. View this post on Instagram A post shared by Henry Cavill (@henrycavill) Hemsworth segist himinlifandi yfir því að fá tækifæri til þess að leika Geralt og hrósar hann Cavill fyrir sína túlkun á hlutverkinu. Af athugasemdum við Instagram tilkynningar leikarana að dæma má sjá að margir eru verulega óánægðir með breytinguna. Sumir virðast vona að um einhverskonar brandara sé að ræða og spyr einn aðdáandi hvort Ástralar haldi upp á fyrsta apríl í október en Hemsworth er ástralskur. Engin ástæða virðist gefin fyrir leikaraskiptunum en greinilegt er að Cavill er vinsæll hjá Hollywood um þessar mundir. Leikarinn staðfesti endurkomu sína í hlutverk Superman á dögunum og leikur einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd um Enolu Holmes ásamt „Stanger things“ leikkonunni Millie Bobby Brown. Sú kvikmynd er væntanleg á Netflix þann 4. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þriðju seríu Witcher þáttana. Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þættirnir , sem hófu göngu sína árið 2019, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix en þrjár seríur hafa verið gerðar af þáttunum og nú er sú fjórða á leiðinni. Leikararnir birtu báðir tilkynningu um breytinguna á Instagram reikningum sínum fyrr í kvöld en hlutverkið sem um ræðir er skrímslaveiðarinn Geralt af Riviu. Cavill segist hlakka til að sjá Hemsworth taka við keflinu og leika „einn mest heillandi og fjölbreytta mann“ sem til sé. View this post on Instagram A post shared by Henry Cavill (@henrycavill) Hemsworth segist himinlifandi yfir því að fá tækifæri til þess að leika Geralt og hrósar hann Cavill fyrir sína túlkun á hlutverkinu. Af athugasemdum við Instagram tilkynningar leikarana að dæma má sjá að margir eru verulega óánægðir með breytinguna. Sumir virðast vona að um einhverskonar brandara sé að ræða og spyr einn aðdáandi hvort Ástralar haldi upp á fyrsta apríl í október en Hemsworth er ástralskur. Engin ástæða virðist gefin fyrir leikaraskiptunum en greinilegt er að Cavill er vinsæll hjá Hollywood um þessar mundir. Leikarinn staðfesti endurkomu sína í hlutverk Superman á dögunum og leikur einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd um Enolu Holmes ásamt „Stanger things“ leikkonunni Millie Bobby Brown. Sú kvikmynd er væntanleg á Netflix þann 4. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þriðju seríu Witcher þáttana.
Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira