Anníe Mist og Björgvin Karl í sama sæti í leyndardómsfullu fyrstu grein Rogue Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru fulltrúa Íslands í mótinu í ár. Instagram/@rogueinvitational Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson enduðu bæði í sjöunda sætinu í fyrstu greininni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í Texas fylki í Bandaríkjunum. Þessi fyrsta grein mótsins var mjög sérstök. Hún bættist við skömmu fyrir mótið og mótið byrjaði því degi fyrr en áætlað var. Keppendur vissu ekkert um greinina þar til þau mættu á svæðið og þegar þau vissu loksins um hvernig greinin var þá vissu þau ekki hvar yrði hlaupið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þau voru bara sótt og keyrt með þau í algjör óvissuferð. Seinna kom í ljós að hlaupið var um Cypress Mill búgarðinn. Keppnin var ekki send út í beinni útsendingu og fór því fram í algjöri leynd því úrslitin bárust ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk. Þetta var víðavangshlaup á tíma þar sem keppendur hlupu 1,2 mílur í þyngingarvestum (13,5 kg hjá körlum og 9 kg hjá konum) og síðan tók við eins mílu hlaup. Eftir það áttu þau að lyfta þremur sandpokum og kasta þeim yfir öxlina (45,5 kg hjá körlum og 32 kg hjá konum) og enda síðan á tveggja mílu hlaupi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Keppendurnir hlupu því alls 4,2 mílur eða um 6,7 kílómetra. Anníe Mist kláraði þetta á 36 mínútum og tveimur sekúndum. Hún var aðeins þremur sekúndum frá sjötta sætinu sem Jacqueline Dahlström tók. Sigurvegarinn var Danielle Brandon sem kláraði á 34 mínútum og ellefu sekúndum og var 36 sekúndum á undan Bailey Rogers. Gabriela Migala sem var þriðja var einni mínútu á undan Anníe. Björgvin Karl kláraði þetta á 33 mínútum og fjórum sekúndum en hann var níu sekúndum frá sjötta sætinu sem Chandler Smith tók. Sigurvegarinn var Jayson Hopper sem kláraði á 31 mínútu og 27 sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Jeffrey Adler. Ricky Garard varð þriðji á 32 mínútum og níu sekúndum en Roman Khrennikov tók síðan fjórða sætið. Þetta var eina greinin í gær en keppni heldur áfram í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn. CrossFit Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Þessi fyrsta grein mótsins var mjög sérstök. Hún bættist við skömmu fyrir mótið og mótið byrjaði því degi fyrr en áætlað var. Keppendur vissu ekkert um greinina þar til þau mættu á svæðið og þegar þau vissu loksins um hvernig greinin var þá vissu þau ekki hvar yrði hlaupið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þau voru bara sótt og keyrt með þau í algjör óvissuferð. Seinna kom í ljós að hlaupið var um Cypress Mill búgarðinn. Keppnin var ekki send út í beinni útsendingu og fór því fram í algjöri leynd því úrslitin bárust ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk. Þetta var víðavangshlaup á tíma þar sem keppendur hlupu 1,2 mílur í þyngingarvestum (13,5 kg hjá körlum og 9 kg hjá konum) og síðan tók við eins mílu hlaup. Eftir það áttu þau að lyfta þremur sandpokum og kasta þeim yfir öxlina (45,5 kg hjá körlum og 32 kg hjá konum) og enda síðan á tveggja mílu hlaupi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Keppendurnir hlupu því alls 4,2 mílur eða um 6,7 kílómetra. Anníe Mist kláraði þetta á 36 mínútum og tveimur sekúndum. Hún var aðeins þremur sekúndum frá sjötta sætinu sem Jacqueline Dahlström tók. Sigurvegarinn var Danielle Brandon sem kláraði á 34 mínútum og ellefu sekúndum og var 36 sekúndum á undan Bailey Rogers. Gabriela Migala sem var þriðja var einni mínútu á undan Anníe. Björgvin Karl kláraði þetta á 33 mínútum og fjórum sekúndum en hann var níu sekúndum frá sjötta sætinu sem Chandler Smith tók. Sigurvegarinn var Jayson Hopper sem kláraði á 31 mínútu og 27 sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Jeffrey Adler. Ricky Garard varð þriðji á 32 mínútum og níu sekúndum en Roman Khrennikov tók síðan fjórða sætið. Þetta var eina greinin í gær en keppni heldur áfram í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn.
CrossFit Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira