Ríkjandi Ljósleiðaradeildarmeistarar í Dusty mæta nýliðum NÚ í fyrri viðureign kvöldsins klukkan 19:30, en Dusty mátti þola fyrsta tap tímabilsins í seinustu umferð þegar liðið mætti LAVA.
Þá eigast Breiðablik og SAGA við klukkan 20:30, en liðin eru hlið við hlið í töflunni og því má búast við hörkuviðureign þar.
Leiki kvöldsins má sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.