Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en í fyrra. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi.

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil og arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Í kvöldfréttum verður rætt við forstjóra Samherja sem segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld og telur að þau eigi að vera hófleg.

Þá fylgjumst við með stórum degi í breskum stjórnmálum en Rishi Sunak tók formlega við embætti forsætisráðherra. Hann segist þegar ætla að leiðrétta mistökin sem hafi verið gerð undir stjórn fyrrverandi forsætisráðherra.

Þá verðum við í beinni frá heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák þar sem óhefðbundnar öryggisráðstafanir eru í gildi og hittum Vigdísi Finnbogudóttur en ljóð sem hafa fylgt henni í gegn um lífið voru gefin út í bók í dag.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×