Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 11:18 Þetta er í áttunda sinn sem dýralífsmyndakeppnin er haldin. Comedy Wildlife Photography Awards 2022 Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Sjá einnig: Fyndnustu gæludýramyndir ársins Þetta er í áttunda sinn sem CWPA er haldin en frekari upplýsingar um keppnina og markmið hennar má finna hér. Sigurvegarinn verður svo opinberaður í desember, eftir að dómnefnd hefur farið yfir þær og valið þær bestu úr. Er þetta fugl, er þetta flugvél eða er þetta Súperman? Nei, þetta er einhvers konar ofur-íkorni.Alex Pansier/Comedy Wildlife Photography Awards „Talaðu við vænginn!“Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards Kengúrur hafa lengi boxað en nú virðast þær byrjaðar að stunda bandaríska fjölbragðaglímu fyrir áhorfendur.Michael Eastwell/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi api á Borneó var mikið hissa á því að sjá menn í fyrsta sinn eftir að landamæri ríkisins opnuðu aftur fyrr á árinu, enda erum við furðuleg kvikindi.Andy Evans/Comedy Wildlife Photography Awards Stundum er maður bara ekki í skapi fyrir myndatöku.Alison Buttigieg/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi rauðrefur virtist gefa ljósmyndaranum undir fótinn.Kevin Lohman/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi þvottabjörn í Flórída þakkaði vel fyrir rækjuna sem ljósmyndarinn gaf honum.Miroslav Srb/Comedy Wildlife Photography Awards Þessir virðast lifa fyrir myndatökuna. Þvílíkur uggaburður!Arthur Telle Thiemann/Comedy Wildlife Photography Awards Einhverskonar apaatlot í Kambódíu. Eða einhver skrítinn hlutverkaleikur.Federica Vinci/Comedy Wildlife Photography Awards Maður hefur heyrt sögur um vængjaða hesta en vængjaða antílópu?Jagdeep Rajput/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi ljónaungi var í smá basli með að komast niður úr trénu. Slökkviliðsmenn eru líklega ekki mikið fyrir það að sækja föst ljón í tré.Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards Hann ber það ekki á sér en ljósmyndarinn segir þennan vera alræmdan matarþjóf.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi sebrahestur virðist hafa rekið svo hrottalega fast við að hann missti jafnvægið.Vince Burton/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi unga keisaramörgæs er klár í fyrstu veiðiferðina.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Átti Tímon sér kannski skuggahlið eins og þessi jarðköttur?Emmanuel Do Linh San/Comedy Wildlife Photography Awards Forvitinn finnskur brúnbjörn.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards Tveir óhefðbundnir flassarar.Saverio Gatto/Comedy Wildlife Photography Awards „Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið.“Ryan Sims/Comedy Wildlife Photography Awards Það er hægt að hafa það of náðugt.Andrew Peacock/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi indverska ugla hefur komið sér vel fyrir í þægilegu röri.Arshdeep Singh/Comedy Wildlife Photography Awards Þetta er merkilega fyrirferðamikil álft.Bojan Bencic/Comedy Wildlife Photography Awards „Ég vil líka sjá manninn!“Mark Schocken/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi ógnvænlegi þríhöfða björn verndar mögulega bakdyrnar að undirheimum grískrar goðafræði.Paolo Mignosa/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi fugl lagði undir sig lautaferð saklausrar fjölskyldu í Ástralíu og átt allan matinn þeirra. Þið mynduð eflaust ekki trúa því af sakleysislegu útliti hans en þessir fuglar eru sagðir stórhættulegir.Lincoln Macgregor/Comedy Wildlife Photography Awards Leggjalöng ugla að leik.Shuli Greenstein/Comedy Wildlife Photography Awards Myndinni fylgja ekki upplýsingar um það hvernig þessi augljóslega illi og andsetni elgur myrti ljósmyndarann.Jorn Vangoidtsenhoven/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi hegri hefur augljóslega stáltaugar og skert lyktarskyn.Jean-Jacques Alcalay-Marcon/(Comedy Wildlife Photography Awards Til hvers að fljúga þegar þú getur hoppað.Tímea Ambrus/Comedy Wildlife Photography Awards Mávar mætast á förnum vegi.Alex Cooper/Comedy Wildlife Photography Awards Foreldrahlutverkið getur bugað öll dýr. Þetta ungviði virðist líka frekar uppáþrengjandi.Sophie Hart/Comedy Wildlife Photography Awards „Hæ! Sjáðu spýtuna mína.“Dave Shaffer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi íkorni er sagður hafa staðið kyrr og horft hugsi á sjóndeildarhringinn. Hvernig íkorni getur litið út fyrir að vera hugsi er ekki útskýrt nánar.Lee Zhengxing/Comedy Wildlife Photography Awards Uuuu, ég vil segja sem minnst um þessa. Hún gæti verið að fylgjast með mér.Lukas Zeman/Comedy Wildlife Photography Awards Sumir kunna bara að njóta lífsins í núinu. Þessi húnn er einn af þeim.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards Þessir fuglar lifa eftir lífsreglunni „þröngt mega sáttir sitja“.Corinne Kozok/Comedy Wildlife Photography Awards Þarna hefur líklega eitthvað hræðilegt slys átt sér stað. Hvernig þessi mörgæs er á lífi er óskiljanlegt.Martin Grace/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi api hló grimmt að öðrum sem voru þarna.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi lax var nokkuð djarfur og í stað þess að enda í bjarnarkjafti, gaf hann birni á kjaftinn.John Chaney/Comedy Wildlife Photography Awards Bjarnarhúnn veltir vöngum yfir því hvað næsta bók hans mun fjalla um.Torie Hilley/Comedy Wildlife Photography Awards Matvandur fiskur.Paul Eijkemans/Comedy Wildlife Photography Awards Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Tengdar fréttir Hvolpur sem prumpar sápukúlum fyndnasta gæludýramynd ársins Fyndnasta gæludýramynd ársins er mynd sem Zoe Ross tók af hvolpinum Pepper. Myndin ber heitið „Whizz Pop“ og virðist sýna sápukúlu koma út úr afturenda Pepper. 7. desember 2021 11:52 Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2021 hefur verið valinn. Meðfylgjandi mynd af, að virðist, sárþjáðum apa í Kína hefur verið valin fyndnasta dýralífsmynd ársins. 17. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Sjá einnig: Fyndnustu gæludýramyndir ársins Þetta er í áttunda sinn sem CWPA er haldin en frekari upplýsingar um keppnina og markmið hennar má finna hér. Sigurvegarinn verður svo opinberaður í desember, eftir að dómnefnd hefur farið yfir þær og valið þær bestu úr. Er þetta fugl, er þetta flugvél eða er þetta Súperman? Nei, þetta er einhvers konar ofur-íkorni.Alex Pansier/Comedy Wildlife Photography Awards „Talaðu við vænginn!“Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards Kengúrur hafa lengi boxað en nú virðast þær byrjaðar að stunda bandaríska fjölbragðaglímu fyrir áhorfendur.Michael Eastwell/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi api á Borneó var mikið hissa á því að sjá menn í fyrsta sinn eftir að landamæri ríkisins opnuðu aftur fyrr á árinu, enda erum við furðuleg kvikindi.Andy Evans/Comedy Wildlife Photography Awards Stundum er maður bara ekki í skapi fyrir myndatöku.Alison Buttigieg/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi rauðrefur virtist gefa ljósmyndaranum undir fótinn.Kevin Lohman/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi þvottabjörn í Flórída þakkaði vel fyrir rækjuna sem ljósmyndarinn gaf honum.Miroslav Srb/Comedy Wildlife Photography Awards Þessir virðast lifa fyrir myndatökuna. Þvílíkur uggaburður!Arthur Telle Thiemann/Comedy Wildlife Photography Awards Einhverskonar apaatlot í Kambódíu. Eða einhver skrítinn hlutverkaleikur.Federica Vinci/Comedy Wildlife Photography Awards Maður hefur heyrt sögur um vængjaða hesta en vængjaða antílópu?Jagdeep Rajput/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi ljónaungi var í smá basli með að komast niður úr trénu. Slökkviliðsmenn eru líklega ekki mikið fyrir það að sækja föst ljón í tré.Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards Hann ber það ekki á sér en ljósmyndarinn segir þennan vera alræmdan matarþjóf.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi sebrahestur virðist hafa rekið svo hrottalega fast við að hann missti jafnvægið.Vince Burton/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi unga keisaramörgæs er klár í fyrstu veiðiferðina.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Átti Tímon sér kannski skuggahlið eins og þessi jarðköttur?Emmanuel Do Linh San/Comedy Wildlife Photography Awards Forvitinn finnskur brúnbjörn.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards Tveir óhefðbundnir flassarar.Saverio Gatto/Comedy Wildlife Photography Awards „Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið.“Ryan Sims/Comedy Wildlife Photography Awards Það er hægt að hafa það of náðugt.Andrew Peacock/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi indverska ugla hefur komið sér vel fyrir í þægilegu röri.Arshdeep Singh/Comedy Wildlife Photography Awards Þetta er merkilega fyrirferðamikil álft.Bojan Bencic/Comedy Wildlife Photography Awards „Ég vil líka sjá manninn!“Mark Schocken/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi ógnvænlegi þríhöfða björn verndar mögulega bakdyrnar að undirheimum grískrar goðafræði.Paolo Mignosa/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi fugl lagði undir sig lautaferð saklausrar fjölskyldu í Ástralíu og átt allan matinn þeirra. Þið mynduð eflaust ekki trúa því af sakleysislegu útliti hans en þessir fuglar eru sagðir stórhættulegir.Lincoln Macgregor/Comedy Wildlife Photography Awards Leggjalöng ugla að leik.Shuli Greenstein/Comedy Wildlife Photography Awards Myndinni fylgja ekki upplýsingar um það hvernig þessi augljóslega illi og andsetni elgur myrti ljósmyndarann.Jorn Vangoidtsenhoven/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi hegri hefur augljóslega stáltaugar og skert lyktarskyn.Jean-Jacques Alcalay-Marcon/(Comedy Wildlife Photography Awards Til hvers að fljúga þegar þú getur hoppað.Tímea Ambrus/Comedy Wildlife Photography Awards Mávar mætast á förnum vegi.Alex Cooper/Comedy Wildlife Photography Awards Foreldrahlutverkið getur bugað öll dýr. Þetta ungviði virðist líka frekar uppáþrengjandi.Sophie Hart/Comedy Wildlife Photography Awards „Hæ! Sjáðu spýtuna mína.“Dave Shaffer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi íkorni er sagður hafa staðið kyrr og horft hugsi á sjóndeildarhringinn. Hvernig íkorni getur litið út fyrir að vera hugsi er ekki útskýrt nánar.Lee Zhengxing/Comedy Wildlife Photography Awards Uuuu, ég vil segja sem minnst um þessa. Hún gæti verið að fylgjast með mér.Lukas Zeman/Comedy Wildlife Photography Awards Sumir kunna bara að njóta lífsins í núinu. Þessi húnn er einn af þeim.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards Þessir fuglar lifa eftir lífsreglunni „þröngt mega sáttir sitja“.Corinne Kozok/Comedy Wildlife Photography Awards Þarna hefur líklega eitthvað hræðilegt slys átt sér stað. Hvernig þessi mörgæs er á lífi er óskiljanlegt.Martin Grace/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi api hló grimmt að öðrum sem voru þarna.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi lax var nokkuð djarfur og í stað þess að enda í bjarnarkjafti, gaf hann birni á kjaftinn.John Chaney/Comedy Wildlife Photography Awards Bjarnarhúnn veltir vöngum yfir því hvað næsta bók hans mun fjalla um.Torie Hilley/Comedy Wildlife Photography Awards Matvandur fiskur.Paul Eijkemans/Comedy Wildlife Photography Awards
Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Tengdar fréttir Hvolpur sem prumpar sápukúlum fyndnasta gæludýramynd ársins Fyndnasta gæludýramynd ársins er mynd sem Zoe Ross tók af hvolpinum Pepper. Myndin ber heitið „Whizz Pop“ og virðist sýna sápukúlu koma út úr afturenda Pepper. 7. desember 2021 11:52 Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2021 hefur verið valinn. Meðfylgjandi mynd af, að virðist, sárþjáðum apa í Kína hefur verið valin fyndnasta dýralífsmynd ársins. 17. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Hvolpur sem prumpar sápukúlum fyndnasta gæludýramynd ársins Fyndnasta gæludýramynd ársins er mynd sem Zoe Ross tók af hvolpinum Pepper. Myndin ber heitið „Whizz Pop“ og virðist sýna sápukúlu koma út úr afturenda Pepper. 7. desember 2021 11:52
Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2021 hefur verið valinn. Meðfylgjandi mynd af, að virðist, sárþjáðum apa í Kína hefur verið valin fyndnasta dýralífsmynd ársins. 17. nóvember 2021 20:22