Í kvöld vann liðið 1-0 sigur á Aris og var Hörður Björgvin Magnússon á sínum stað í vörn Panathinaikos og lék allan leikinn.
Á sama tíma lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn í vörn PAOK sem gerði 2-2 jafntefli við Asteras Tripolis.
Eftir níu leiki hefur Panathinaikos 27 stig á toppi deildarinnar og er níu stigum á undan Volos sem er í 2.sæti.