Boris Johnson gefur ekki kost á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 20:15 Búist var við því að Boris Johnson gæfi kost á sér fyrir leiðtogakjörið, aðeins rúmum einum og hálfum mánuði eftir að hafa sagt af sér forsætisráðherraembættinu. EPA Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan. Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan.
Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21