Sjö úr meistaraliði Blika í nóvemberhópi íslenska landsliðsins: Tíu nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:05 Blikar urðu Íslandsmeistarar þegar þrír leikir voru eftir af deildinni. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttuleiki í nóvember og að auki eru fimm leikmenn til vara. Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti