Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 14:50 Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins. EPA Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. Í tilkynningu á Twitter segir Mordaunt að hún vilji sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra sameina landið, standa við gefin loforð flokksins og vinna næstu kosningar. Hún er fyrst til að bjóða sig fram til leiðtoga. I ve been encouraged by support from colleagues who want a fresh start, a united party and leadership in the national interest.I m running to be the leader of the Conservative Party and your Prime Minister - to unite our country, deliver our pledges and win the next GE.#PM4PM pic.twitter.com/MM0NTHJ5lH— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 21, 2022 Liz Truss tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsmanna og þar með forsætisráðherra eftir einungis um 45 daga í embætti. Hún varð þá sá forsætisráðherra landsins sem skemmst hefur setið í embætti. Einnig var tilkynnt að nýr leiðtogi verði kjörinn í næstu viku. Hinn 49 ára Mordaunt hefur gegnt stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins í neðri deild breska þingsins síðan í september. Hún hefur setið á þingi síðan 2010 og gegnt embætti ráðherra varnarmála, þróunarsamvinnu og jafnréttismála. Einnig er taldar líkur á að fjármálaráðherrann fyrrverandi Rishi Sunak og Boris Johnson, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, kunni að bjóða sig fram til leiðtoga. Bretland Tengdar fréttir Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Í tilkynningu á Twitter segir Mordaunt að hún vilji sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra sameina landið, standa við gefin loforð flokksins og vinna næstu kosningar. Hún er fyrst til að bjóða sig fram til leiðtoga. I ve been encouraged by support from colleagues who want a fresh start, a united party and leadership in the national interest.I m running to be the leader of the Conservative Party and your Prime Minister - to unite our country, deliver our pledges and win the next GE.#PM4PM pic.twitter.com/MM0NTHJ5lH— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 21, 2022 Liz Truss tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsmanna og þar með forsætisráðherra eftir einungis um 45 daga í embætti. Hún varð þá sá forsætisráðherra landsins sem skemmst hefur setið í embætti. Einnig var tilkynnt að nýr leiðtogi verði kjörinn í næstu viku. Hinn 49 ára Mordaunt hefur gegnt stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins í neðri deild breska þingsins síðan í september. Hún hefur setið á þingi síðan 2010 og gegnt embætti ráðherra varnarmála, þróunarsamvinnu og jafnréttismála. Einnig er taldar líkur á að fjármálaráðherrann fyrrverandi Rishi Sunak og Boris Johnson, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, kunni að bjóða sig fram til leiðtoga.
Bretland Tengdar fréttir Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10
Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20
Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08