Man. United liðið miklu betra án Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:00 Cristiano Ronaldo hefur spilað mikið með Manchester United í Evrópudeildinni en fengið lítið að spila í ensku úrvalsdeildinni. Getty/MB Media Cristiano Ronaldo var hent út úr leikmannahópi Manchester United í gær eftir barnalega hegðun sína á sigurleiknum á móti Tottenham í vikunni. Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var búinn og það þrátt fyrir að Manchester United væri að vinna flottan sigur. Hann gat ekki samglaðst liðsfélögum sínum heldur fór í fýlu af því að hann fékk ekki að spila stórt hlutverk. Erik ten Hag sagðist eftir leikinn ætla að taka á þessu máli sem og hann gerði daginn eftir. Í dag var það staðfest að Ronaldo hafi neitað að koma inn á. Ten Hag hefur verið óhræddur við að geyma súperstjörnu liðsins á varamannabekknum og hann var líka tilbúinn að kasta Ronaldo út úr hópnum fyrir leikinn á móti Chelsea um helgina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) En mun United eitthvað sakna portúgölsku stórstjörnunnar? Ronaldo var ekki lengur fastamaður í liðinu og þetta var annar risaleikurinn á stuttum tíma þar sem hann þurfti að sætta sig að vera ónotaður varamaður. Tölfræðingar ESPN reiknuðu það líka út að United liðið er miklu betra án Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið 0,5 stig að meðaltali í þeim deildarleikjum sem Cristiano Ronaldo hefur byrjað en er með 2,25 stig að meðaltali í leik þegar Ronaldo er ekki í byrjunarliðinu. Á þessu er mikill munur og kannski skiljanlegt að Ten Hag þurfi ekki á einum besta knattspyrnumanni sögunnar að halda. Ronaldo hjálpaði reyndar til við að bæta seinni töluna þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Everton og skoraði þá sigurmarkið. Ronaldo hefur einnig spilað 351 af 360 mögulegum mínútum í Evrópudeildinni og þar hefur United liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var búinn og það þrátt fyrir að Manchester United væri að vinna flottan sigur. Hann gat ekki samglaðst liðsfélögum sínum heldur fór í fýlu af því að hann fékk ekki að spila stórt hlutverk. Erik ten Hag sagðist eftir leikinn ætla að taka á þessu máli sem og hann gerði daginn eftir. Í dag var það staðfest að Ronaldo hafi neitað að koma inn á. Ten Hag hefur verið óhræddur við að geyma súperstjörnu liðsins á varamannabekknum og hann var líka tilbúinn að kasta Ronaldo út úr hópnum fyrir leikinn á móti Chelsea um helgina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) En mun United eitthvað sakna portúgölsku stórstjörnunnar? Ronaldo var ekki lengur fastamaður í liðinu og þetta var annar risaleikurinn á stuttum tíma þar sem hann þurfti að sætta sig að vera ónotaður varamaður. Tölfræðingar ESPN reiknuðu það líka út að United liðið er miklu betra án Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið 0,5 stig að meðaltali í þeim deildarleikjum sem Cristiano Ronaldo hefur byrjað en er með 2,25 stig að meðaltali í leik þegar Ronaldo er ekki í byrjunarliðinu. Á þessu er mikill munur og kannski skiljanlegt að Ten Hag þurfi ekki á einum besta knattspyrnumanni sögunnar að halda. Ronaldo hjálpaði reyndar til við að bæta seinni töluna þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Everton og skoraði þá sigurmarkið. Ronaldo hefur einnig spilað 351 af 360 mögulegum mínútum í Evrópudeildinni og þar hefur United liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira